Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Page 39
175
Borgunin fyrir leyfisbrjef þessi er 33 kr. 66 a.,
en þó fæst ókeypis leyfisbrjef til ógildingardóms á
veðskuldabrjefi, ef það ekki nemur 1000 kr.
7. Leyfisbrjef til að ganga aS eiga ekkju bróður
síns, föðurbróður eða móðurbróður, eða föðursystur eða
móðursystur konu sinnar látinnar1, svo framarlega sem
hvorugt hjónaefnanna er gyðingatrúar. Um leyfisbrjef
þessi er venjulega ekki synjað, nema mikill aldursmun-
ur sje, og má einnig veita þau, þó mæðgirnar sjeu sprottn-
ar af barneign utan hjónabands.
Borgunin er 68 kr. 66 a., en þó má færa hana
niður í 33 kr. 66 a., þegar hjónaefnin eru fátæk. þ>ar
að auki á hver, sem fær slíkt leyfisbrjef og ekki er
andlegrar stjettar, að greiða til næsta spítala gjald, sem
biskup kveður á um. Gjald þetta rennur nú einnig i
landssjóð, og er venjulega 2—4 kr.
8. UppreisP til að áfrýja hjeraðsdómi eða úr-
skurði til yfirdómsins, þó áfrýjunarfresturinn (6 mánuð-
ir) sje liðinn. Uppreist til áfrýjunar fæst ekki nema
með sjerstökum konungsúrskurði, úr því að 3 ár eru
liðin frá því að dómurinn eða úrskurðurinn var upp
kveðinn. Uppreist til að áfrýja skiptagjörðum eða úr-
skurðum eða ályktunum skiptaráðanda fæst ekki úr
því að ár og sex vikur eru liðnar frá því að áfrýjun-
arfrestur (12 vikur) var á enda. Ef uppreist til áfrýj-
unar ekki er notuð (þ. e. áfrýjunarstefna gefin út), áð-
ur en 4 vikur eru liðnar frá því að uppreistin var gefin
út, er hún úr gildi fallin.
Borgunin er 37 kr. 33 a., nema í lögreglumálum
og málum, sem ekki varða 400 kr.; þar er hún 18 kr.
66 a. þ>egar beiðandi hefur gjafsókn, fæst uppreist ó-
keypis.
1) Sbr. C 2 hjer á eptir.
2) Fæst einnig hjá landshöfðingjanum.