Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Page 42
178
ingin er álitin ólæknandi, eða lítil von er um lækn-
ing. f>ó skal áður leita álits nánustu ættingja,
eða skipa vitfirringnum forráðamann, og leita álits
hans. Sje það konan, sem er vitfirrt, á að skylda
manninn til að kosta framfærslu hennar, eða að
minnsta kosti að leggja henni framfærslustyrk eptir
efnum; samt er ekki neitað um leyfisbrjefið, þótt
maðurinn sje svo snauður, að hann ekkert geti lagt
fram konunni til styrktar.
þ>ar að auki er hjónaskilnaður opt veittur með
sjerstökum konungsúrskurði í hvert einstakt skipti,
einkum þegar svo er ástatt, að það hjónanna, sem
beiðist skilnaðarins, hefði átt heimting á að fá hjóna-
skilnað með dómi, eða annaðhvort hjónanna hefur neit-
að að fullnægja hjúskaparskyldunni (desertio non lo-
calis), eða kona verið óljett af völdum annars manns
á undan hjónabandinu, og dulið mann sinn þess, sem
og þegar annað hjóna hefur verið dæmt fyrir glæp,
þó hegningin hafi verið vægari en 3 ára hegningar-
vinna.
Borgunin fyrir öll slík leyfisbrjef er 33 kr. 66 a.
4. Leyfisbrjef til œttleiðingar. þ>au má veita:
a. þ>egar beiðandi ekki á börn nje annað afkvæmi
á lífi.
b. fó beiðandi eigi afkvæmi á lífi, en þá með þeim
skildaga, að arfur sá, sem ættleiðingur fær, ekki
fari fram yfir þá upphæð, sem sá, er ættleiðir, má
að lögum gefa eptir sinn dag (fjórðungsgjöf).
jpegar ættleiðingur er fullra 18 ára að aldri, verð-
ur hann að samþykkja ættleiðinguna; enn fremur
verður samþykki foreldra ættleiðings að koma til. Ef
maður og kona lifa saman í hjónabandi, má hvorugt
þeirra ættleiða neinn án samþykkis hins.
Borgunin er 33 kr. 66 a.
5. Leyfisbrjef tilaðvera skiptaforstjóri án dóms-