Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 43
179
valds. Landshöfðingi gefur slík leyfisbrjef út, þegar
beðið er um að skipa skiptaforstjóra, sem eigi er til-
nefndur í löglegri erfðaskrá, og þegar skiptaforstjóri,
sem tilnefndur er í löglegri erfðaskrá, er fallinn frá,
eða getur eða vill eigi skipta búinu, og enginn annar
hefur verið tilnefndur í erfðaskránni til að ganga í
hans stað, sbr. lög 12. apríl 1878, 91. gr.1
Borgunin er 33 kr. 66 a.
Enn fremur veitir landshöfðingi leyfisbrjef þau,
sem nefnd eru hjer að framan, A 8 og 9.
C.
Konungleg leyfisbrjef, sem ráðherrann gefur ut.
1. Aldursleyfi til að giptast. í DL. 3—16—5
og tilsk. 30. apríl 1824, 3. gr. 1, er svo fyrir mælt, að
karlmaður megi ekki kvongast, fyren hann er tvítug-
ur, og kvennmaður ekki giptast, fyr en hún er
16 ára að aldri. þ>egar karlmaður er fullra igára, og
hann sannar með vottorði sóknarprests síns eða 2 á-
reiðanlegra manna, að hann sje andlega þroskaður, og
með læknisvottorði, að hann sje líkamlega þroskaður, er
venjulega ekki neitað um aldursleyfi; en sje hann yngri,
er það mjög sjaldan veitt, sbr. rhbr. 15. ágúst 1866.
Kvennmanni, sem ekki er fullra ióára, er mjög sjald-
an veitt leyfi til að giptast.
Borgunin er 33 kr. 66 a.
2. Leyfisbrjef til að ganga að eiga föðursystur
sína eða móðursystur, eða konu, sem er skilin við
bróður manns, föðurbróður eða móðurbróður, sem er
enn á lífi. Um slík leyfisbrjef er sjaldan neitað,nema
1) Eins og grein þessi er orðuð, virðist svo, sem amtmaður (sbr. A 5
hjer að framan) og landshöfðingi megi veita umboð til að vera
skiptaforstjóri i sínu eigin nafni, og þá ókeypis (sbr. bls. 172 að
framan; en slík umboð hafa þó verið geiin út sem konungleg leyfis-
brjef, eptir að skiptalögin náðu lagagildi.
12*