Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 44
aldursmunurinn sje mikill, sbr. tilsk. 23. maí 1800,
1. gr.
Borgunin er hin sama og fyrir leyfisbrjef þau,
sem nefnd eru í A 7 hjer að framan.
3. Undanþdga frá að hafa svaramenn við hjóna-
band, sbr. tilsk. 30. apríl 1824, 4. gr., með því skil-
yrði, að beiðandinn vinni eið að því fyrir dómi, að engir
meinbugir sjeu á hjónabandinu, hvorki eldra hjóna-
band nje annað. Slík leyfisbrjef eru sjaldan veitt öðr-
um en útlendingum, sem geta tilgreint sennilegar á-
stæður fyrir því, hvers vegna þeim sje ekki auðið að
fá svaramenn.
Borgunin er 33 kr. 66 a.
4. Staðfesting d kaupmdlabrjefi milli hjóna, sem
annaðhvort afnemur eða takmarkar sameign þá þeirra
í milli, sem almennt tíðkast, sbr. tilsk. 25. september
1850, 16.gr.
Borgunin er i27kr. 33 a., ef fjármunir þeir, sem
kaupmálabrjefið hljóðar um, nema meira en 2000 kr.;
ef þeir nema yfir 1000 kr., og allt að 2000 kr. fullum,
er borgunin 68 kr. 66 a.; ef þeir nema 200 kr. og allt
að 1000 kr. fullum, er borgunin 33 kr. 66 a.; en efþeir
ekki nema 200 kr., eða ef húsmenn, vinnuhjú, dag-
launamenn, handiðnasveinar, eða þess konar menn eiga
í hlut, og þeir sanna fátækt sína, fæst staðfestingin
ókeypis.
5. Staðfesting d arjieiðsluskrd. Um slíka stað-
festing getur að eins verið að ræða, ef karlmaður eða
kvennmaður, sem er yngri en 18 ára, hefur ráðstafað
eigum sínum með arfleiðsluskrá, og dáið áður en hann
varð 18 ára, sbr. tilsk. 25. september 1850, 30. gr.
Borgunin er hin sama eins og fyrir staðfesting á
kaupmálabrjefi milli hjóna.
6. Staðfesting d fjelagssamningum. jpegar menn
ganga í fjelag saman til að reka einhverja atvinnu,