Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 45
þurfa þeir að fá konunglega staðfesting á samningn-
um sin á milli, ef þar er ákveðið, að einungis þær
skuldir varði fjelagið, sem eru til orðnar að vilja allra
fjelagsmanna, að hluti sá, sem fjelagsmaður á í fje-
laginu, ekki verði kyrrsettur, nje tekinn fjárnámi fyrir
neinum skuldum fjelagsmanns, sem ekki varða fjelagið,
og að, ef fjelagsmaður deyr eða verður gjaldþrota, þá
verði ekkert af því, sem er eign fjelagsins, tekið undir
bú hans, en að búið að eins eigi heimting á að fá
hluta hans í fjelaginu borgaðan eptir jöfnuði rjettum,
sbr. kgsúrsk. 18. ágúst 1814.
Borgunin er hin sama sem fyrir staðfesting á
kaupmálabrjefi milli hjóna.
7. Leyfisbrjef til lyfjasölub
Borgunin er 68 kr. 66 a.
8. Leyfisbrjef til að hafa grafreit, þar sem hvorki
er kirkja nje bænhús, sjá leyfisbrjef 25. maí 1878, Stjtíð.
1878, B, bls. 81.
Borgunin er 33 kr. 66 a.
9. Leyfisbrjef til málasamsteypu. Leyfisbrjef
fyrir sama sóknaraðila til að höfða mál í einu lagi
gegn fleirum, eða fyrir fleiri sóknaraðila til að höfða
í einu lagi mál gegn sama manni, fæst, ef ekkert er
því til fyrirstöðu vegna varnarþings, og málin eru öll
samkynja.
Borgunin er iskr.
1 o. Leyfisbrjef til að áfrýja dómi til ceðri rjett-
ar, þó málið ekki nemi lögboðinni upphæð.
Borgunin er 15 kr.
11. Leyfisbrjef til að koma fram með nýjar varn-
ar- eða sóknarástœður í æðra rjetti.
Borgunin er 15 kr.
12. Leyfisbrjef til, að æðri rjettur megi dœma
!) Leyfisbrjef til að stofna og nota prentsmiðju eru veitt ókeypis.