Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 47
i83
A.
Dómgjöld.
Reglugjörð io. september 1830, 1. kap.
1. Fyrir undirdómsstefnu, sem gefin er út i nafni
dómarans og með innsigli hans, ber að greiða 41 e.,
hvort sem sakaraðili semur hana sjálfur eða felur dóm-
aranum það, sbr. tilsk. 15. ágúst 1832, 5. gr. Fyrir
yfirdómsstefnu er borgunin 83 a. Sjeu fleiri stefnur
en ein gefnar út i sama máli, t. a. m. framhaldsstefna
gagnstefna, vitnastefna o. s. frv., greiðist sama gjald
fyrir hverja stefnu um sig.
2. Fyrir að taka mál fyrir, fyrir meðferð þess
og fyrir bókun ber að greiða í undirdómi 1 kr., í yfir-
dómi 2 kr.; fyrir dómsuppsögn greiðist sama gjald, og
ber að greiða það af hendi, þegar málið er tekið und-
ir dóm. Fyrir gagnsóknarmál ber að greiða sömu
gjöld sem fyrir aðalmál. jþegar mál, sem búið er að
taka undir dóm, er tekið fyrir aptur samkvæmt tilsk.
15. ágúst 1832, 9. og 14. gr., greiðist sama gjald sem
fyrir að taka nýtt mál fyrir.
3. Fyrir vitnaleiðslur ber að greiða 33 a. fyrir
hvert vitni. Fyrir að leggja gagnspurningar fyrir vitni
greiðist engin borgun.
4. Fyrir að kveðja menn til skoðunargjörðar eða
annarar slíkrar gjörðar greiðist 33 a., og sama gjald
fyrir að láta mennina vinna eið að gjörð sinni, sem
og fyrir hvern annan eið, sem unninn er fyrir dómi
utan vitnaleiðslu.
5. í ritlaun ber að greiða, hvort heldur er fyr-
ir dómsgjörðir, þingvitnisgjörðir eða önnur eptirrit af
því sem fram hefur farið í dómi, 50 a. fyrir hverja örk,
þar í fólgin ritföng, og eiga að vera 28 línur á blað-
síðu hverri og 32 stafir í hverri heilli línu. Fyrirband
borgast sjer á parti.
6. Fyrir að staðfesta og innsigla dómsgjörðir eða