Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 50
5. Fyrir skoðunargjörð út af líkamleg'um áverka
eða meiðingum, sem framkvæmd er eptir beiðni ein-
stakra manna, greiðist i kr. 66 a.; en fyrir skoðunar-
gjörð á fundnu líki greiðist ekkert gjald.
6. Fyrir eptirrit af slíkum gjörðum og fyrir að
staðfesta þær og innsigla, greiðist sama gjald sem fyrir
dómsgjörðir, sjá A 5 og 6.
í gjafsóknarmálum og málum, sem höfðuð eru
að yfirvaldsboði, sem og þegar fjárnám er gjört eptir
beiðni manns fyrir skaðabótum, sem honum hafa dæmd-
ar verið í opinberu máli, eða fyrir framfærslustyrk
konu, sem skilin er við mann sinn, eða fyrir meðgjöf með
óskilgetnum börnum, eða fyrir kaupi og matarverði
hjúa hjá hússbændum þeirra, sbr. tilsk. 26. janúar 1866,
32. og 33. gr., ber því að eins að greiða fjárnámsgjald,
að það fáist hjá þeim, sem fjárnám er gjört hjá, eptir
að skuld sú er að fullu borguð, sem íjárnám er gjört
fyrir. Fyrir fullnustugjörð á dómum í sakamálum eptir
yfirvalds ráðstöfun greiðist ekkert gjald.
þ>egar hreppstjóri framkvæmir fógetagjörð fyrir
hönd sýslumanns, fær hann helming gjaldsins, en hinn
helmingurinn rennur í landssjóð, sbr. reglugjörð 10.
september 1830, 6g. gr.
c.
Gjöld fyrir þinglestur o. fl.
Reglugjörð 10. september 1830, 3, kap.
1. Fyrir að lesa á þingi og rita vottorð um það
á afsalsbrjef, veðbrjef, fjárnámsgjörð, skiptagjörð eða
hvert annað skjal, sem þinglýst er til að sanna eign-
arheimild eða einskorða eignarumráð manns, ber að
greiða gjald, sem fer eptir upphæð þeirri, sem skjalið
hljóðar um.
Ef upphæðin ekki nemur 100 kr., greiðist 50 a.
ef hún nemur fullum 100 kr. og allt að 200 kr. . 75-