Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Page 51
i87
ef hún nemur fullum 200kr. og allt að 400 kr. 1 kr. „ a.
-----------------400--------------800 — 1 — 33 -
-----------------800--------------1200— 2— „-
— — -------------1200— —----------2000— 2 — 66-
-----------------2000-------— —4000— 4— „-
-----------------4000----------— 6000 — 5 — „ -
og ef upphæðin nemur 6000 kr. eða meira, er gjaldið
6 kr. f>egar skjal, sem þinglýst er, ekki hljóðar um
tiltekna upphæð í peningum, ber að reikna þinglýs-
ingargjaldið eptir sömu reglum sem afsalsgjald, sjá
VI, 2 hjer að framan, að því undanskildu, að þegar
þinglýst er brjefi um skipti á fasteignum, ber að greiða
fullt gjald fyrir þinglýsing skiptabrjefsins eptir verði
hverrar fasteignar um sig, hvort sem skipt er að
sljettu eða gefið á milli. Fyrir að rita skjal, sem þing-
lýst er, í afsals- og veðbrjefabók ber enn fremur að
greiða í ritlaun 50 a. fyrir hverja örk, og er það, sem
nemur hálfri örk eða minna, talið sem hálf örk, en
það, sem er yfir hálfa örk, sem heil örk.
2. Fyrir að lesa á þingi innkallanir eða skjöl
snertandi eitthvað, sem ekki verður metið til verðs,
eða skjöl, sem ekki snerta eignarheimild eða einskorð-
un eignarumráða, ber að greiða 75 a., en í yfirdómi
1 kr. 50 a. Fyrir að þinglýsa lögfestu greiðist sama
gjald, sbr. rkbr. 27. september 1845.
3. Fyrir að rita á skjal, sem þinglýst er, athuga-
semd um heimildarbrest, eldri veðbönd eða því um líkt
ber að greiða hálft þinglýsingargjald, en þó aldrei
meira en 1 kr. 33 a., og ef slík athugasemd er seinna
afmáð, ber aptur að greiða fyrir það sama gjald.
4. Fyrir að aflýsa skjali og strika það út úr
veðbrjefabókinni greiðist hálft þinglýsingargjald ; hið
sama er og, þegar þinglýst er afborgun á veðskuld,
og fer gjaldið eptir upphæð afborgunarinnar.
5. Fyrir vottorð eptir afsals- og veðbrjefabók