Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Síða 52
i88
um heimild fyrir fasteign og um veðbönd, sem á henni
hvíla, greiðist i kr.
6. Fyrir eptirrit úr afsals- og veðbrjefabók greið-
ist sem fyrir önnur eptirrit, sjá A 5.
Ef sama skjalið er lesið í fleiri þinghám en einni,
hvort heldur er í sama lögsagnarumdæmi eða fleirum,
greiðist fullt gjald í hvert skipti, sbr. kansbr. 8. októ-
ber 1844.
Fyrir að þinglýsa eða aflýsa veðsetningu eða
annari ábyrgð fyrir gjaldheimtu á tekjum landssjóðs-
ins greiðist ekkert gjald, sbr. tilsk. 24. apríl 1833, 9.
gr., og rhbr. 29. júní 1853.
D.
Gjöld fyrir skiptagj'örninga.
Reglugjörð 10. september 1830, 4. kap.
1. Ur öllum þeim búum, sem skipt er til fullnaðar
að íhlutun skiptaráðanda \ ber að greiða í skiptalaun
1V3 af hundraði hverju, sem allar eigur búsins nema,
án tillits til skulda, allt að 40000 krónum. þó allar
eigur bús ekki nemi 100 kr., ber samt að greiða
skiptalaun sem af 100 kr., og sömuleiðis ber ávallt að
gjalda skiptalaun af því, sem er fram yfir heilt hundr-
að, eins og af heilu hundraði, nema svo sje, að það,
sem er fram yfir heilt hundrað, ekki nemi skiptalaun-
um af heilu hundraði, en þá skal reikna skiptalaun af
fullu hundruðunum og bæta við því, sem fram yfir er.
fannig verða skiptalaun úr búi, sem nemur 602 kr.,
hin sömu sem af 700 kr. eða 9 kr. 33 a., en af búi,
sem nemur 601 kr. 25 a., verða skiptalaunin 9 kr. 25
a., þ.e. af 600 kr. = 8 kr., og af því að 1 kr. 25 a. ekki
I) Hið sama er og, ef búi er skipt af löggiltum skiptaforstjórum, sbr.
skiptalög 12. april 1878, 91. gr., og einhver erfingja ekki er fulltíða,
eða búið er þrotabú.