Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 57
193
er saminn, og að rita formlegt vottorð sitt um það,
sem fram hefur farið, greiðist i kr. 66 a., ogefgjörðin
stendur yfir lengur en eina klukkustund, greiðist að
auki 50 a. fyrir hverja klukkustund.
5. Fyrir að láta notarius publicus halda og gefa
út sjóferðapróf eða sanna mótmæli í sjóferðamálefn-
um, þegar skip eða farmur hefur orðið fyrir skemmd-
um, greiðist 8 kr., og fyrir eptirrit af gjörðinni eins
og segir í 3. tölulið.
G.
Borgun fyrir ýms önnur embœttisverk.
Reglugjörð 10. september 1830, 7. kap.
1. Fyrir að gefa út vegabrjef til innanlandsferða
greiðist 33 a., en fyrir vegabrjef til utanlandsferða 50 a.,
hvorttveggja fyrir hvern mann, sem vegabrjefið hljóð-
ar um; þó færist gjald þettaniður um helming, þegar
húsmenn, þurrabúðarmenn, daglaunamenn, vinnuhjú,
eða aðrir sem standa þeim jafnfætis, eiga í hlut; og
allir, sem vitanlega eru snauðir, fá vegabrjef ókeypis.
Fyrir áritun yfirvalds á vegabrjef ber að greiða 8 a.,
hvort sem það hljóðar um einn eða fleiri; en þeir, sem
eiga heimting á að fá vegabrjef ókeypis eða fyrir
hálft gjald, eru undanþegnir öllu gjaldi fyrir áritun á
það. Ef hreppstjóri ritar á vegabrjef, rennur gjaldið
fyrir áritunina til hans.
2. Fyrir borgarabrjef til annarar atvinnu en verzl-
unar1 greiðist 2 kr., fyrir að löggilda og innsigla verzl-
unarbók 2 kr. og fyrir að löggilda viðskiptabók 16 a.,
hvort sem hún er stór eða lítil.
3. Fyrir hvert mæliker og hverja stiku, sem lög-
reglustjóri löggildir og brennimerkir, greiðist 16 a.
4. Fyrir að rita á skjöl kaupfara og láta þeim í
>) Gjald fyrir borgarabrjef til verzlunar rennur samkvæmt lögum 7.
nóvember 1879 í sýslusjóð eða bæjarsjóð.
Tímarit hins íslenzka bókmenntafjelags. I. 13