Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 58
194
tje skilríki þau, sem þau þurfa að fá, ber að greiða
16 a. af hverjum tonn af rúmmáli skipsins eptir dönsku
máli, ef skipið er affermt og fermt öllum farmi sínum
innan sama lögsagnarumdæmis. Sama gjald ber að
greiða, þó skip eingöngu sje aífermt eða eingöngu
fermt í sama lögsagnarumdæminu, ef það hvorki er
affermt nje fermt í neinu öðru lögsagnarumdæmi hjer
á landi, sbr. rkbr. 11. febrúar 1843. En ef skipið er
affermt eða fermt í höfnum, sem ekki liggja undir
lögsagnarumdæmi, greiðist helmingur af tjeðu gjaldi á
hverjum stað, þar sem skipið er affermt eða fermt,
sbr. lög 15. apríl 1854, 8. gr. þó skip komi á fleiri
hafnir en eina í sama lögsagnarumdæmi eða komi
optar en einu sinni á sömu höfn í sömu ferðinni hing-
að til lands, greiðist gjaldið að eins einu sinni, sbr.
rhbr. 30. júní 1857 °S 13- janúar 1860 og lhbr. 31.
janúar 1880. Ef skip kemur inn á höfn en hvorki
fermir nje affermir, ber ekki að greiða neitt gjald,
sbr. rkbr. 23. maí 1840. Fyrir skip, sem koma fráút-
löndum og fara aptur til útlanda, en eru eingöngu
gjörð úttil fiskiveiða, greiðist 25 a. af hverju lestarrúmi.
5. Fyrir að mæla skip og ákveða rúmmál þess
greiðist af hverjum tonn, er skipið rúmar samkvæmt
bijefi því, sem gjört er um mælinguna:
a, þegar skip er mælt eptir fullkominni mælingarað-
ferð, og eldra mælingarbrjefi ekki hefur orðið skil-
að aptur, 16 a.,
b, í öllum öðrum tilfellum 8. a.
Tilskipun um skipamælingar 25.júní 1869, 18.gr.
6. Samkvæmt tilskipun um skrásetning skipa
25. júní 1869, 20. gr., greiðist fyrir útdrátt úr skrá-
setningarbók íslenzkra skipa 2 kr. fyrir hvert skip,
sem upplýsinga er beiðzt um.
7. Fyrir sjóferðapróf þau, sem halda ber sam-
kvæmt lögum um skipströnd i4.janúar 1876, 21.gr., til