Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Page 64
200
fyrir sýnishorn og’ snið, og aldrei minna en 20 a.
fyrir skrifuð skjöl (til Noregs og Sviþjóðar 12 a.).
Ef burðargjaldið ekki er borgað að fullu fyrir
fram, tvöfaldast það, en engri sendingu veitist
móttaka, sem ekkert er borgað undir fyrir fram.
d. Póststjórnin tekur að sjer ábyrgð á póstsending-
um þeim, sem nefndar eru á undan, ef burðar-
gjald er borgað að fullu fyrir fram og 16 a. að
auki. Sá, er sendir ábyrgðarsending, á heimt-
ing á póstkvittun fyrir henni ókeypis; sömuleiðis
getur hann fengið senda kvittun frá viðtakanda,
ef hann greiðir fyrir fram 8 a., ekki samt frá Eng-
landi.
Allur burðareyrir, sem greiddur er undir laus
brjef hjer á landi, rennur i landssjóð.
2. Til Austurríkis og Ungverjalands, Belgíu, Frakk-
lands, Hollands, Ítalíu, Luxemborgar, Noregs, Portú-
gals, Rúmeníu, Rússlands, Serbíu, Sviss, Svíþjóðar,
fýzkalands og nokkurra landa í hinum heimsálfun-
um má senda brjef með fjemætum skjölum, þannig
að póststjórnin ábyrgist upphæð þá, sem í brjefinu
er, ef hún er tiltekin á framhlið þess með tölum
og fullum stöfum. í brjef til Noregs, Svíþjóðar og
þ>ýzkalands má þar að auki láta sömu upphæð í
mótuðum peningurn, eins og í peningabrjef, sem
send eru með póstum innanlands. Burðareyririnn
skal greiddur fyrir fram, og er
a. Brjefburðargjald 20 a. fyrir hver 3 kv.
b. Fyrirgreiðslugjald 16 a.
c. Ábyrgðargjald, fyrir hverjar 144 kr.:
til Svíþjóðar og þ>ýzkalands..............8 a.
— hinna annara landa í Norðurálfunni . .18-
— landanna íhinum heimsálfunum frá 18 til 34 -
Póstkvittun fæst ókeypis, en kvittun viðtakanda, ef
8 a. eru greiddir fyrir fram.