Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 65
201
Brjefburðar- og fyrirgreiðslugjald, sem greitt er
hjer á landi, rennur óskert i landssjóð. Af ábyrgð-
argjaldinu fyrir brjef, sem koma hingað til lands,
rennur í landsjóð 3s/s e- af hverjum 144 kr., en af
ábyrgðargjaldi fyrir brjef, sem fara hjeðan til út-
landa, rennur í landssjóð frá 4 til 11 aura af hverj-
um 144 kr., nema ekkert fyrir brjef til Portúgals.
3. Undir póstávísanir:
Milli Reykjavíkur og landa þeirra, sem nefnd verða
hjer á eptir, má senda póstávísanir gegnum Dan-
mörku; skal ávallt borga undir þær fyrir fram, og
er gjaldið:
a. Undir póstávísanir frá Reykjavík annars vegar
til Belgíu, Frakklands, Hollands, Ítalíu, Luxem-
borgar, Noregs, Portúgals, Rúmeníu, Sviss, Sví-
þjóðar, Tyrklands (Konstantínopel) og Egipta-
lands hins vegar 18 a. af hverjum 18 kr. eða
minni upphæð, sem póstávísunin nemur, en þó
aldrei minna en 36 a.; en engin póstávísun má
nema meiru en 360 kr.
Helmingur gjaldsins rennur í landssjóð.
b. Undir póstávísanir frá Reykjavík til þýzkalands
9 a. af hverjum 18 kr. eða minni upphæð, sem
póstávísunin nemur allt að 360 kr., en þó_aldrei
minna en 36 a.
Helmingur gjaldsins rennur í landssjóð.
c. Undir póstávísanir frá Reykjavík til Bretlands
hins mikla með írlandi og Austur-Indlandi, þeg-
ar ávísunin nemur
allt að 50 kr...........................25 a.
yfir 50 kr. allt að iookr...............50-
— 100— — — 182—.........................75-
Helmingur gjaldsins rennur í landssjóð.
d. Undir póstávísanir frá Reykjavík til Bandaríkj-
anna í Vesturheimi, ef póstávísunin nemur: