Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Side 66
202
alltað kr. 18,90 . 50 a. J>araf fær landssjóður 17a.
37,80 . 84- 17 -
75.6o . 156 - 23-
113.40 • 232- 32 -
151,20 . Cj O 00 • 1 41 -
189,00 . 373 - 40-
XIII.
Ýmisleg gjöld.
1. Ávísunargjald. Með konungsúrskurði 8. maf 1839
er leyft að senda peninga hjeðan til útlanda á þann
hátt, að sá, er senda vill peninga, greiðir þá í jarða-
bókarsjóðinn og fær ávísun fyrir sömu upphæð á
aðalfjehirzluna í Kaupmannahöfn; en sá, sem ávís-
unin hljóðar um, eða sem hefur hana í höndum,
fær upphæð hennar greidda úr aðalfjehirzlunni. Fyrir
fje það, sem þannig er greitt í jarðabókarsjóðinn,
ber að greiða f ávfsunargjald 1 af 100, og renna
s/4 þess í landssjóð, en l/4 til landfógeta.
2. Gjald til bókasa/ns latínuskólans. Samkvæmt kon-
ungsúrskurði 26. september 1833 á hver stúdent,
sem útskrifast úr latínuskólanum, að greiða 2 kr.
til bókasafns skólans, en þetta gjald rennur nú f lands-
sjóð.
3. Gjald fyrir embættisveitingar.
a. ítilskipun um stofnun dómsmálasjóðs á íslandi 16.
nóvember 1764, 10. gr., er svo fyrir mælt, að
þeir, sem fá veiting fyrir veraldlegri þjónustu
hjer á landi, skuli greiða til dómsmálasjóðsins,
amtmenn 8 kr., lögmenn (nú dómendurnir f yfir-
dóminum) 4 kr., landfógeti 8 kr., sýslumenn 2 kr.,
klausturhaldarar 1 kr. og umboðshaldarar 66 a.
þ>etta gjald á ekkert skilt við veitingarbrjefagjöld
og verður því ekki álitið afnumið með lögum
um laun íslenzkra embættismanna o. fl. 15. októ-