Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Page 67
203
ber 1875, 5. gr. |>að rennur nú i landssjóð eins
og aðrar tekjur dómsmálasjóðsins samkvæmt kgs-
úrsk. 31. október 1873, sbr. rhbr. 7.nóvbr. s. á.
b. Samkvæmt tilsk. um latínuskólana 3. maí 1743
69. gr. a og rhbr. 19. október 1867 á hver sá,
sem hefur fengið veiting fyrir aðalbrauði eða
betra meðalbrauði, sbr. tilsk. 15. desember 1865,
1. gr., að greiða til latínuskólans
<x, fyrir veiting á aðalbrauði . . . 4 kr. 25 a.
—------------- betra meðalbrauði 2 — 12 -
Gjald þetta, sem heldur ekki verður álitið afnum-
ið með lögum um laun íslenzkra embættismanna
15. október 1875, 5. gr., rennur nú í landssjóð.
Hvorugt þessara gjalda mun hafa verið heimt-
að, síðan optnefnd launalög 15. október 1875 öðl-
uðust gildi.
4. Sakeyrir. Áður en almenn hegningarlög 25. júni
1869 náðu lagagildi hjer á landi, runnu sektir, er
menn voru dæmdir í til hegningar fyrir lagabrot,
venjulega til fátækra; en með 31. gr. hegningar-
laganna er svo fyrir mælt, að allar sektir, er
menn eru dæmdir í fyrir brot gegn þeim, skuli
renna i landssjóð, og sömu reglu er fylgt í flest-
um lögum, sem síðan hafa út komið. Sömuleiðis
renna nú í landssjóð sektir þær, er í lögum eru
lagðar dómsmálasjóði og spítolunum.
5. Upptækl fje:
a. Með konungsúrskurði 3. júní 1746 er bannað
prang á brennivini og tóbaki, og verði nokkur
uppvís að því, skal varningur hans upptækur og
helmingur andvirðisins renna i landssjóð.
b. OlÖggilt mæliker og stikur eru upptæk sam-
kvæmt tilsk. 18. júní 1784, 6. gr.
c. Hluti þá, sem orðið hafa til fyrir misgjörning,
eða hafðir hafa verið eða ætlaðir til að drýgja