Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Page 70
Nokkur orð um lausafjáreign o. fl.
á íslandi 1878.
Eptir
Indriða Einarsson.
J>ó allmikið sje til af skýrslum um búnaðarhagi lands-
ins, og hve mikið íslendingar eigi af lausafje yfir
höfuð, þá hefur eiginlega aldrei verið tekið fram,
hvernig lausafjáreignin skiptist niður á einstaka menn,
eða hver munur sje á eignum þeirra. En það er ekki
þýðingarlaust; það er álitið affarasælt fyrir hvert
mannfjelag, að efnunum sjeskipt nokkurn veginnjafnt
niður, svo að sem flestir sjeu bjargálnamenn. Mikil
auðæfi hjá örfáum mönnum, og mikil fátækt hjá öll-
um hinum er álitið slæmt ástand, hvar sem það er.
jþað er einnig álitið gott, að efnin fari smávaxandi,
þvf mismunur hlýtur að vera á þeim sem í öðru, svo
að hver maður, sem vill áfram, geti jafnan vonað að
ná upp á næstu tröppu fyrir ofan sig. þá verður
velmegunin að fara jafnt vaxandi upp á við. þ>etta
síðasta virðist mjer að eigi hjer nokkurn veginn stað,
hvað lausafje snertir hjer á landi, eins og menn mega
sjá af skýrslunum, sem hjer fara á eptir.
Skýrslum þessum er safnað svo, að þær eru
dregnar út úr reikningum þeim, sem sýslumenn og
bæjarfógetar gjörðu fyrir lausafj árskattinum 1879,