Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 71
207
Lausafjárskatturinn 1879 er byggður á lausafjárfram-
talinu 1878. Framtalsskýrslurnar fylgja reikningunum,
og er sjerstök skýrsla fyrir hvern hrepp. Ut úr hverri
af þeim hef jeg svo dregið, hve margir tiundi x/2 hundr.,
1 hundr., 2 hundr. o. s. frv., þangað til að búið var að
ganga í gegnum á þennan hátt alla hreppa á landinu.
Eins og menn geta hugsað sjer, þá eru ekki fáir, sem
telja fram nokkur hundruð og hálft, t. d. 10 V2 hundr.,
15 V2 hundr., o. s. frv.; en þegar það hefur komið fyrir,
þá er i töflunum hjer fyrir aptan x/2 hundr. jafnan gjört
að heilu; það hefði í rauninni eins vel mátt sleppa
þessum hálfu hundruðum, en af því að framtalið mun
að jafnaði vera heldur lágt, þá var það álitið rjettara,
að hafa fyrri aðferðina. f>ess ber einnig að gæta, að
þetta hefur ekki mikil áhrif á skýrslurnar. Eptir
lausafjárskýrslunni hjer að aptan eru á öllu ís-
landi..................................61,696 hundr.,
en fram voru talin á öllu landinu . . 61,339 ——
og munar þá............................ 357 hundr.,
sem skýrslurnar hafa aukizt við það, að gjöra jafnan
V2 hundr. að heilu nema hjá þeim, sem einungis telja
fram Ya hundr.
það sem helzt gjörir, að skýrslur þessar eru ekki
áreiðanlegar, er undandráttur undan framtali. þ>egar
skattar og álögur eru byggðar á framtalinu, verður
mörgum fyrir að telja minna fram, en þeir gætu. Ef
undandrátturinn væri jafn að tiltölu alstaðar, þá gjörði
hann ekkert að verkum hjer, því hlutfallið yrði alveg
hið sama; skýrslurnar yrðu að eins nokkrum mun
lægri, en þær ættu að vera, en það kæmi jafnt niður.
í sumum sveitum hjer á landi þykir ósómi að draga
undan, og þó einhverjir vilji gjöra það, þá ræður al-
menningsálitið eða sveitarbragurinn svo miklu, að þeim
líðst það illa. Aptur á móti er sumstaðar venjan sú,
að draga undan, og þar líðst mönnum eiginlega ekki