Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 72
208
að telja allt sitt fram, því hinir segja þá, að þeir gjöri
það af því þeir vilji sýnast ríkari en aðrir, eða þykist
betri en aðrir, og það er aldrei álitið gott, ef einhver
þykist vera það. í reikningunum yfir ábúðar- og lausa-
íjárskattinn hefur einn af sýslumönnunum sannað, að
undandráttur ætti sjer stað í umdæmi hans. það var
sýslumaður Snæfellinga. Á manntalsþingunum hækk-
aði hann í vissum hreppum tíundina hjá tíunda hverj-
um manni; hann bauð þessum mönnum að koma fyrir
sig eiði, ef þeirvildu ogefþeim þætti sjer gjört rangt
til, en þann kost mun enginn þeirra hafa valið. Eink-
um mun sauðfje vera dregið undan, því hægt er að
komast nálægt þvf, hve margt veturgamalt sauðfje og
þaðan af eldra sje til hjer á landi, þegar skoðaðar eru
skýrslurnar um útflutning á ull. En þá er þess fyrst
að gæta, hve mikla ull hver kind gefur af sjer á ári,
hve mikið fer til fata af ull hjer á landi, og hve mörgu
fje sje slátrað á haustin, því sláturfjeð gefur af sjer 2
reifi sama árið; verður þá og einnig að hafa hliðsjón
af, hve mikið af fje er út flutt á fæti, og hve margar
gærur eru út fluttar. Hestar munu opt vera dregnir
undan tíund, þar sem hestasveitir eru góðar. Nautpen-
ingur mjög sjaldan. Sveitarbragurinn ræður hjer mestu.
Fyrir utan 6i,339 hundr. lausafjár, eiga landsbúar
allmiklar fasteignir. Jarðarhundruðin á öllu landinu
eru eptir nýja jarðamatinu 86755.! hundr., og hafa menn
ætlazt á, að hjer um bil 60000 hundr. af því mundu
vera bændaeign. Tekjuskatturinn, þó hann sje sjer-
stakur fyrir atvinnu og sjerstakur á eign, gefur engar
upplýsingar um þetta atriði, því að með tekjum af eign
eru taldar rentur af útistandandi skuldum ; en til þess
að fylla út skýrslurnar, sem hjer fara á eptir, er náuð-
synlegt að benda hjer á, hve miklar tekjur menn hafa
af fasteignum, útistandandi skuldum eða skuldabrjef-
um, arði af lausafje á leigu o. s. frv. Af því að það