Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Síða 78
214
eru því vanalega hjú, eða húsmenn og á sumum stöð-
um tómthúsmenn, eins og á Vestmannaeyjum, í sjávar-
sveitunum í Gullbringusýslu og í Reykjavík. Jeg hef
heyrt kvartað yfir fjáreign hjúa, og heyrt það sagt,
að hún væri búnaðinum til niðurdreps; jeg treystist
hvorki til þess að sanna, að sú setning sje rjett, nje
til að sýna, að hún sje röng, en eptir því, sem mjer
er kunnugt af tíundarlistunum, eru lijú, húsmenn og
lausamenn, sem tíunda hjer á landi, hjer um bil iooo.
þ>ó tíund þeirra sje vanalega lág, '/2 hundr. og 1 hundr.,
þá kemst hún allopt upp í 3 hdr.—5 hdr.; einstaka hjú-
um hef jeg veitt eptirtekt, sem tíunda um iohundr.,
og eitt hjú tíundaði 1878 18 hundr. lausafjár. f>eir
bændur, sem telja fram, verða þá hjer um bil 7700.
Tíund vinnuhjúa, þó mörgum þyki hún ill, er náttúr-
leg afleiðing af peningaeklunni. Sveitabóndinn hefur
ekki fremur en sjávarbóndinn til peninga, og geldur
hjúinu því kaupið með því að fá því kind, eins og
sjávarbóndinn geldur sínum vinnumönnum í heilum og
hálfum vertíðarhlutum. Kindina þarf hjúið að láta lifa,
ef þaðáað hafa gagn af henni, og það semur því við
húsbóndann um að taka hana af sjer á fóður, og svo
gengur þetta koll af kolli, þangað til hjúið á nokkuð
töluvert af fje.. þegar tala bænda, sem telja fram,
er gjörð 7700, þá bendir það á, hvað heimilið á ís-
landi er jafnan mannmargt; það er mjög óheppilegt.
Sveitafólkið á íslandi mun vera nálægt 67000, og þeg-
ar þeim erskipt niður á 7700 bænda, kemur 872 mað-
ur á hvern. f>að er með öðrum orðum: að eins 8.—9.
hver maður á með sjálfan sig upp til sveita.
J>að, sem sjest bezt af töflunum hjer á eptir, er
það, hvernig efnin skiptast niður á eigendurna. J>að
er hægt að sjá af þeim, að Snæfellsnessýsla t. d. er
ekki auðug, og að Norðlendingar mega yfir höfuð heita
efnaðir að lausafje. Reykjavík sýnist á skýrslunum