Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 94
230
Eg hefi tekið fyrir mig eitt ár á 17. öldinni, ár-
ið 1655, bæði af því, að þá var einokunarverzlunin
búin að standa nokkuð, í 36 ár, frá 1619 er hún hófst—
þó hún versnaði stórum síðar — og af þeirri ástæðu,
að um það ár á maður ólýginn vott á handritasafni
landsins, semsé höfuðbók verzlunarfélagsins, sem þá
var, og sem þeir voru höfuðmennirnir fyrir, borgmeist-
arar Kanpmannahafnar, hinn nafnkunni Hans Nansen
og Christopher Hansen, auk margra annara kaupmanna
í Kaupmannahöfn og Málmey. Á 18. öld skyldi eg
hafa tekið árið 100 árum síðar, sem sé árið 1755,
hefði þetta ekki verið eitt af landsins verstu óham-
ingjuárum (Kötlugos, og það sem því fylgdi) og væru
nokkrar áreiðanlegar skýrslur til um það. En — mitt
í hörmungunum sjá fæstir með köldu blóði og rólega,
enda vita menn óglögt um þau árin, fyr en helzt
1760, þegar landið fór dálítið að rakna við úr þeirri
plágu. þetta ár hefi eg því kjörið mér úr 18. öldinni,
með því líka um það eru ýmsar skýrslur eptir Olaf
Stephánsson, Fjeldsteð o. fl., sem sfra Arnljótur Olafs-
son hefir brúkað upp á sinn máta í ritgjörð í Land-
hagsskýrslunum eldri II. bls. 76—79. Á 19. öldinni
hefi eg tekið tvö ár, árið 1855, 200 árum síðar en
j655 og árið eptir að verzlunin var gefin frjáls öllum
þjóðum, og árið 1875, þegar landið var nýbyijað ann-
að áraþúsundið.
þ>ótt nú við því sé að búast, að skýrslurnar vanti
mikið á það, að vera fullkomnar og nákvæmar, þá
má þó, með góðum vilja og viðleitni að komast sönnu
næst, brúka þær sem undirstöðu undir rannsókn um
framför eða apturför landsins í efnahag, og til að fella
nokkurn veginn áreiðanlegan dóm í þessu tilliti.
Taki maður nú fyrst árið 1655, þegar Hinrik
Bielke var hér höfuðsmaður, og verzlunarfélagið galt