Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Side 98
234
Aðfluttur varningur var helzt :
1. Mjöl, brauð og grjón.
2. Jám og kol.
3. Timbur.
4. Dúkar (segldúkar helzt og klæði).
5. Saumur, önglar, veiðarfæri, skeifur og annaðjárn-
kram.
6. Ö1
7. Brennivín
hvorki kaffi né sykur.
8. Peningar (14000 sp.rd. = 140000 kr.),
Við skýrslu Skúla landfógeta, aptan við „Deo,
Regi, Patriæ“, bls. 372 o.s. frv., er það aðgætandi, að
hann mun hafa talið með viðskiptin bæði við Færeyjar
og skipshafnir félagsins, sem einnig hafa opnu í höf-
uðbók verzlunarfélagsins 1655, því með öðru móti skilst
ekki reikningur hans á aðfluttri munaðarvöru, og er
annars alt of hár. Yfir höfuð er mér óljóst, eptir
hverju hann hefir farið, þar sem hann gjörir sinn
vættareikning, því í höfuðbókinni er alt reiknað í pen-
ingum, nema vöruforðar og skuldir eru tilgreindar
fyrst í lestum, hundruðum, vættum og fiskum, og sið-
an fluttar utanstryks í sléttum dölum.
Hugsi maður nú til þess, að í útflutta varninginn
vantar ull, í aðflutta varninginn kaffi og sykur, sem
hvort fyrir sig nemur nú á dögum: ullin á aðra millíón
króna, kaífi og sykur upp og ofan 7—800000 krónur,
þá sýnir það sig, að verzlunarmagnið hefir á 17. öld
verið litlu minna af naitðsynja- og þarfavarningi en nú.
Og sé það merki upp á framför, að landsbúar nú selja
nokkuð fleiri nauðsynjar en meiri hrávöru, og kaupa
miklu meiri óþarfa, en á 17. öld, þá hefir þeim farið
fram, en í hverju?
Hvað fólksfjölda snertir, þá er ekki annað eptir
að fara, en framburður Hans lögmanns Beckers, sem var
hér á landi um og eptir stórubólu á öndverðri 18. öld,