Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Side 101
237
Landið er vort; heyið er innlend gæði. því næst
dregur sjávarútvegurinn mikinn vinnukrapt frá land-
búnaðinum, þar eð sveitamenn stunda hann í kappi við
sjávarbændur, og er óhætt að fullyrða, að þess meira
sem sjávarútvegur eflist, meðálíkum mannfjölda í land-
inu, þess meira hlýtur landbúnaðinum að hnigna;
skepnuhirðing seinni part vetrar og vorverk öll á landi
(túnasléttur, vatnsveitingar), verða þess meira útundan,
sem meiri vinnukraptur dregst að sjónum. þ>að er
kunnugra, en frá þurfi að segja, hver skortur er víða
á landinu á vinnukrapti til landvinnu á vorin, þegar
helzt er tími til þess, og helzt þarf að undirbúa
jörðina undir frjóvgun sumarsins. Mikill sjávarútveg-
ur með líkum fólksfjölda — það er að skilja á opnum
skipum, sem flest fólk útheimta að tiltölu — er því í
raun og veru apturför fyrir landið, af því hann dreg-
ur úr jarðabótum og landbúnaði, og með því jafnframt
úr skepnumagni og skepnuhöldum, þeir vita það, sem
reynt hafa, að jörðin er á íslandi svo meðtækileg fyrir
framfarir, að víða mun á 5—6 árum með góðum vilja
og nokkrum kostnaði mega tvöfalda heymagn bæði
að vöxtum og gæðum, en til þess þarf vinnukrapt.
Sé vinnukrapturinn á sjó, þá er útséð um þessa fram-
för. fví þótt vinnukrapturinn, t. d. í landlegum, ætti
að vera til taks til jarðræktar, þá gefur hann allsjald-
an kost á sér. þetta er einnig almenn reynsla, þó
bág sé. Olafur Stefánsson, sem sjálfur var bæði góð-
ur sveitar- og sjávarbóndi, kvartar yfir því í ritgjörð
sinni í Félagsritunum gömlu, um jafnvægi bjargræðis-
veganna, að sjórinn gjöri menn þunga til landvinnu.
Kemst hann svo að orði (L. L. F. R. VII, bls. 142):
„Fyrirfram vil eg þess geta, að sveitabændur, er
„setjast að þurrum búðum við sjó, eru gjarnast þeir
„ómennskufyllstu og þunglífustu. þessir álíta iðjuleysi
„fyrir lukku, og erfiði fyrir straff, og meina sig þá