Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Síða 102
238
„tekið himin höndum, komistþeir frá hinni mæðusömu
„landvinnu til hægðar þeirrar, er við sjó megi hafa
„heilum vikum og mánuðum saman, o. s. frv.“, en um
sveitabóndann segir hann með sanni (tilv. st. bls. 141):
„Satt að segja, þá vinnur allur fjöldi landsmanna
„baki brotnu fyrir sínu og sinna lífi, og tekst það von
„heldur, má því yfir höfuð miklu framar iðinn og at-
„orkusamur, en latur eða hyskinn heita; en um laus-
„ganga, letingja og þurrabúðarfólk við sjó er þar á móti
„öllu öðru máli að gegna“.
Hér á ofan bætist, að svo mikill og dýrmætur
vinnukraptur missist fyrir þau slys og skipreika, sem
sjávarútvegurinn, sér í lagi á opnum bátum, hefir í för
með sér. Varla er sú vertíð, að ei komi eitt eða tvö
af þeim svo kölluðu mannskaðaveðrum, sem svipta
hvert fiskiver frá 10—20 verkfærra manna áárihveiju,
og það allajafna þeirra duglegustu og áræðnustu, en
skilja eptir ekkjur og munaðarleysingja optast sveitar-
félögunum til byrðar.
Árið 1760 eða rúmum 100 árum síðar var fólks-
fjöldinn hjer á landi (sbr. Landhagsskýrslur I bls. 390)
fállinn ofaní helming: 43274 manns. Nautpeningur var
eptir skýrslu Olafs Stefánssonar, sem engin góð á-
stæða er til að rengja (sbr. Landhagsskýrslur: II, bls.
76—79): — 30096. Hversu mikið hann hafi minnkað
síðan 1655, er ómögulegt að segja, því þessi er sú
fyrsta skýrsla, er menn hafa um búnaðarástand hér á
landi; en að það muni talsvert verið hafa, má ráða af
mannfækkuninni; því eitthvert nautið og einhverja
kúna munu menn hafa lagt sér til munns á hallæris-
árunum 1657, 1674, 1675, 1684, 1695 og 1696, þó það
sé satt, að nautpeningur, sér í lagi kýr, eru skepnu-
felli hvergi nærri eins undirorpnar, eins og hross og
fé, nema að svo miklu leyti, sem þær eru skornar af
básunum, til að treina lífið í öðrum skepnum. Er