Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 105
241
víni. Ber þess að gæta, eins og að ofan er á vikið,
að Skúli hefir eptir höfuðbók félagsins talið með að-
flutningum til íslenzkra hafna það, sem fluttist af
munaðarvöru til Færeyja, og það, sem gekk til skips-
byrgða félagsins. þannig finnast í höfuðbókinni sendar
munaðarvörur (brennimn, öl og mjöður) til Færeyja
fyrir 1542 kúrantdali, og þessutan sérstaklega tilteknar
12 lestir af öli, 8 tunnur af brennivíni og 6 tunnur af
miði. Gengur þá strax nokkuð frá hinum að ofan
talda aðflutningi, sem enn þá meira minnkar við það,
sem varið var af þessari votavöru til skipsbyrgða fé-
lagsins, og sem ekki er unt að tiltaka með nákvæmni.
pá var farið að flytja nokkuð af kaffi 1760, en 1655
þektu menn það enn þá ekki hér á landi, og voru þó
eins sælir fyrir það. En — þegar borið er saman hið
aðflutta og útflutta vörumegn bæði árin 1655 og 1760,
þá sést bezt munurinn:
Aðflutt var 1655, að meðtöldum í pen-
ingum 140000 kr.1 fyrir . . . kr. 1453332,16
Utflutt, sjálfsagt fyrir nokkru meira,
þareð „islenzkar handskriptir“
vega hátt upp í skuldirnar,
segjum: — 1500000
Aðflutt var 1760, eptir reikn. Skúla, Deo
Regi, Patriæ 383, en jafnframt
eptir núverandi meðalverði á
landaurum(vættináhérum n kr.) — 861817
Útflutt.................................— 714175
eður hálfu minna en 1655.
*) Skúli fógeti telur (Deo, regi, patriæ bls. 381) peninga-aðflutning
1655: 8235 vættir á landsvísu = kr. 90585, eptir núveranda pen-
ingaverði; hefir hann ekki íhugað, að höfuðbókin ávalt telur reiðu
peninga i rdl. eða spesíudölum, en aldrei í sléttum eða krónudöl-
um, og heldur ekki í kúrant.
Tímarit hins islenzka Bókmentafélags. 16