Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Page 107
unni, og framleiddu, seldu minna af innlendum varn-
ingi. Má þá nærri geta, hvað kaupstaðarskuldir muni
hafa aukizt, og með þeim fátæktin í landinu.
Nú flytjum vér oss aptur fram um ioo ár til 1855.
þá er, eptir Landhagsskýrslum I, 480—487,
nautþeningur fallinnúr 30000 rúmum (1760) ofaní: 24067
sauðfe fjölgað frá 367000 ------ til ... c. 490000
hross fjölguð frá 32689 ------------ —............40389
skip og bátar í fyrsta sinni taldir................ 1985.
Er nú það sem eg leyfi mér að kalla útigangsstefh-
an orðin ljós. það þarf að vinna meira fyrir naut-
peningnum, og hann fækkar; fé og hross hafa í öll-
um almennum árum betur ofan af fyrir sér sjálf og
þau fjölga. Nú er farið að ofsetja hæði á hey og
haga, og alt gengur af sér, bæði tún og beitiland.
Magnús Ketilsson kvartaði á sinni tíð yfir því, hversu
túngarðar víða væru færðir inn, og versnaði þó síðan.
Er þetta eðlilegt, því, eptir því sem bæði til hagar
hér á landi, og landsvenja nú einu sinni er, þá er á-
burðartraustið í mykjunni; sauðataðinu er brent og
hrossataðið dreifist um hagana. En með nautpeningn-
um minnkar áburðurinn, með áburðinum taðan, og
bæði versna og minnka þá einnig túnin. Hagarnir
bítast og beijast upp af fjár- og sér í lagi hrossafjölda,
sem hvorttveggja víða hvar má heita kvalið fram. Svo
þótt þeir kunni að hafa rétt að mæla, er segja, að
kúakyn vort hafi batnað, eða að kýrnar mjólki betur
nú en fyrrum —sem eg þó að svo búnu álít ósannað—
þá er hitt víst, að hrossa- og fjárkyn hefir víðasthvar
—ef undan eru teknar þingeyjar- og Norður-Múlasýsla,
partur Borgarfjarðarsýslu og þingvallasveitin — fremur
versnað en batnað.
Um verzlunina eru nú skýrslurnar orðnar
glöggari.