Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 112
248
Hefir nú versnað síðan 1855, bæði að því leyti:
1, að rúmum kr. 205000 er minna útflutt en aðflutt,
og verzlunin hefir því ekki borið sig fyrir landsmenn;
hafa þeir því greitt þessar 205000 krónur annaðhvort
í peningum, eða, sem líklegra er, í skuldum. þ>að er
að skilja, kaupstaðarskuldir hafa þetta ár aukizt í
landinu um kr. 205000.
2, að af aðflutta varningnum, kr. 4164419, nemur
munaðarvaran bæði, einsogi855, hér um bil þriðjungi
(kr. 1337165), og glysvarningskaupin hafa þar á ofan
stórum aukizt (1875; 618000 gegn 400000 árið 1855).
Er það ekki ómerkilegur vottur upp á verzlunarlagið
hjá oss, að það sem í öðrum löndum er álitið merki
upp á framför í efnahag, semsé óhófs- og glysvarn-
ingskaup, það sannar hjá oss, ef ekki hið gagnstæða,
þá engan veginn hið sama og í öðrum löndum. Og
hvers vegna? Af því þessi varningur, glysvarningur-
inn, kramið, er það, sem kaupmenn vorir græða mest
á, og lána helzt út. þótt eitthvað tapist af þeim skuld-
um, þá er verðlagið svo hátt sett, ofanálagið svo ríf-
legt, að kaupmenn þola missinn. því er kraminu
jafnan troðið upp á kaupendur í búðunum. Fer jafn-
an svo, að sami maðurinn, sem ekki mundi líta við því,
ef hann ætti að borga það út í hönd, hann lætur til-
leiðast að taka það að láni út í reikning. Að hugsa
sér nú, að kjöt vort (7—9000 tunnur á ári) og skinn,
dúnn og fiður (samtals rúmar kr. 620000) að eins hrökkva
fyrir að mestu óþörfum glysvarningi, má blöskra hverj-
um einum, sem það íhugar, og varla munu aðrar ment-
aðar þjóðir trúa því, að íslendingar, sem þó öldunum
saman hafa kent á verzluninni, skuli enn þá vera því-
lík þúsund ára börn. Væri maður svo djarfhugsaður,
hér um bil upp hverjir á móti öðrum. Skal helzt getið ljáablaða
og brýna aðflutningsmegin, sundmaga útflutningsmegin. Tóubelgir
eru hér taldir með skinnum.