Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Side 113
249
að setja, að landsmenn 1875 hefðu getað dregið við
sig, ogþá dregið við sig helminginn afþví kaífi, sykri,
tegrasi o. s. frv., og þeim glysvarningi, sem þeir keyptu
1875, þá hefði það, að ótöldu því smjöri, sem landinu
hefði bætzt við kaffi (og rjóma-sparnaðinn), og sem sumir
fullyrða nemi pund gegn pundi af smjöri gegn kaffi,
numiðkr. 823242, eða rúmum 11 kr. fyrir hvert manns-
barn af þeim 72000 manneskjum, sem þá bygðu land-
ið. Og er vafalaust, að enginn hefði neins í mist, hvorki
í sig né á, en margur verið skuldminni, og haft eitt-
hvað til andlegra þarfa. Nemur þetta meira en við-
lagasjóður landsins, og meira en tvöföldu við árstekjur
landsins. fetta virðist nauðsynlega þurfa að lagast
með sparseminni, fyrst útséð er um, að það, að minsta
kosti í bráðina, lagist með rífari framleiðslu.
Árið 1875 var eptir töflunum:
Nautpeningur að tölu..........................20408,
og mun þetta nokkurn veginn rétt talið.
Sauðfl........................................424121,
er vafalaust fjarri öllum sanni.
Hross...........................................40389,
Kýr og naut höfðu þá á 20 árum aptur fækkað
um hér um 3700 frá 24067 (1855).
Sauðfé hefði eptir töflunum átt að fækka frá 1855
um hér um 65000 (það taldist þá 489932). En það er
hvorttveggja, að framtalið 1855 mun vera of lágt, eins
og vant erásauðfé, enda er það enn þá afleitara 1875,
og sýnir útflutningurinn á ullinni, að þetta bíður ekki
svara. Árið 1875 voru útflutt af ull (auk prjónless)
pund 1517356. Reikni maður nú ullarreifið þvegið
UPP og ofan 2 pund—og mun það fult í lagt— og láti
haustull og gærur, sem héðan fara til útlanda, ganga
upp á móti þeirri vinnuull, sem kyrr var í landinu til
heimabrúkunar — og er þetta líklega of lágt reikn-
að—þá hefir sauðfé í fardögum 1875 verið að minsta