Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 115
251
skynsamlega, og eg hefði nærri þvi sagt miðlungi, rétt
stundaður landbúnaður. f>eir mörgu skipreikar á opn-
um skipum, hinn mikli kostnaður í samanburði við
uppgripin, sér í lagi þar sem veiðarfærin eru dýr-
ust og lengst er sóttur sjór, eins og í Faxaflóa og á
ísafjarðardjúpi, og loks, sem að framan á vikið, sá
mikli vinnukraptur, sem þessi atvinnuvegur bindur vet-
ur, vor og haust, bendir helzt í þá stefnu, að fyrir-
komulagið þyrfti nokkurra breytinga við, ef það á að
verða landinu heilladrjúgt til langframa. En þessu
kemur enginn í hið rétta horf með ritgjörðum; hér
þarf þeirrar uppfræðingar við, sem tíminn einn og
reynslan geta fært, og þá jafnframt réttari skoðun á
landbúnaðinum. þegar orðtækið myndaðist, að bú
vœri landstólpi, þá var eflaust ekki meint til sjávar-
búanna.
Sé útigangsbúskapurinn til sveita, og báta-sjávar-
búskapurinn við sjóinn hinn rétti, þá verð eg að játa,
að þessu hefir hvorutveggja farið fram á síðustu 200
árum. En — sé mikið kúabú traustari undirstaða undir
velferð landsins í bráð og lengd, og sé þilskipaútveg-
ur áreiðanlegri og enda kostnaðarminni aflaaðferð, þá
hefir framförin lítil verið í sjávarbúskapinum, og minni
en engin í landbúnaði. Sé því næst lukkuspil í skepnu-
ásetningi og kaupstaðarlánum, sé djörfung í eyðslu
og óhófi góður búskapur, þá hefir búskap landsins
sömuleiðis farið fram; en sé vissa í skepnuhöldum,
verzlun út í hönd og sparsemi góð regla, þá hefir oss
íslendingum farið stórum aptur síðan á 17.ÖM, þó vér
aptur óneitanlega höfum rétt nokkuð við frá eymdar-
ástandi voru á miðri 18. öld og þar á eptir. Vonum
því, að forsjónin, meðan vér erum að rakna við og
rétta við, hlífi oss við drepsóttum, líkum bólunni, eld-
gosum og umbrotum náttúrunnar, líkum hlaupum Skapt-
árgljúfranna, við fellivetrum, líkum jökulvetri hinum