Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 117
253
1742, eða af Akranesi í Reykjavík, eins og 1695. f>að
reynir ekki á hetjuna, fyr en á hólminn er komið, en
óskandi væri, að það reyndi ekki á hana. Er betra,
af illu til, að halda að raunalausu, að maður sé hetja,
heldur en sýna, þegar á herðir, að maður er það ekki.
Sú hugvekja, sem þessi árajöfnuður, að ætlun minni,
hefir inni að halda, er þá þessi:
1, að nauðsynlegt sé, að efla sem mest landbúnaðinn,
auka töður og slægjur, fjölga nautpeningi, fækka
heldur sauðfé og sér i lagi hrossum, treysta minna
útigangi og setja færra á;
2, fækka opnum bátum, fjölga heldur þilskipum, en
tryggja þau gegn sjávarháska, í einu orði: minnka
útgjöldin við sjávarútveginn;
3, takmarka munaðarvarnings- og glysvörukaup, og
með því einnig færa kaupstaðarskuldirnar niður.
Munu þá búðarlánin smámsaman minnka, og lands-
búar komast úr verzlunaránauðinni. |>á mun verzl-
unarsamkeppnin aukast að tiltölu, og þess ekki verða
langt að bíða, að landið fái færandi verzlun. Alt
til þess munu innlend verzlunar- og pöntunarfélög
varla ná miklum eða almennum vexti og viðgangi,
en sér í lagi koma einstökum mönnum og máské
byggðarlögum, sem svo stendur á fyrir, að notum.