Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Page 120
256
vegi, og hinum síðarnefndu vegum aptur í sýsluvegi og
hreppavegi. Gjöldin til fjallveganna eiga að greiðast úr
landssjóði. Til sýsluveganna er lagt gjald það, sem í
tilsk. 15. marz 1861 var ákveðið til þjóðveganna, ogtil
hreppsveganna er lagt jafnmikið gjald og reiknað á
sama hátt, en sem menn mega vinna af sér, ef þeir
kjósa það heldur en að greiða gjaldið í peningum.
En það er eigi tilgangur minn að skrifa hér rit-
gjörð um vegina á landi voru yfir höfuð, heldur að eins
að gefa stutta skýrslu um vegagjörð, sem framkvæmd
hefir verið á nokkrum fjallvegum í suðuramtinu og
vesturamtinu, síðan lögin frá 15. okt. 1875 náðu gildi,
af því að eg hefi haldið, að skýrsla þessi kynni þykja
í ýmsu tilliti þess verð, að hún yrði almenningi kunnug.
í>að eru að eins þrír fjallvegir í suðuramtinu og
vesturamtinu, sem enn hefir verið lokið við, og eru
þeir þessir: 1. Hellisheiðar-fjallvegur, 2. Kaldadals-
fjallvegur, og 3. Holtavörðuheiðar-fjallvegur.
1. Hellislieiðar-fjallvegur, með Kömbum að aust-
an og Svínahrauni að vestan. Vegur þessi er aðal-
þjóðvegurinn milli Arnessýslu, Rangárvallasýslu og
Skaptafellssýslu á aðra hlið og Gullbringu- ogKjósar-
sýslu og Reykjavíkur á hina.
Kambar eru að lengd 1011 faðmar, Hellisheiði
frá Kömbum alla leið niður fyrir neðra Hellisskarð
og ofan undir Kolviðarhól 4431 faðmar, Svínahraun
3045 faðmar, og allur vegurinn til samans 8487 faðmar.
Á Hellisheiði get eg tilgreint lengd nokkurra ein-
stakra vegarkafla. Frá Kambavegi suður fyrir Eystri-
þrívörður (sem eru 500 föðmum fyrir sunnan Hurðar-
ásvötn), eru 1704 faðmar. Frá Eystri-frívörðum nokk-
uð suður fyrir Biskupsvörðu eru 1660 faðmar. Frá
þessum vegarkafla suður í Efra-Hellisskarð 508 faðm-
ar. og þaðan niður Neðra-Hellisskarð og ofan undir
Kolviðarhól 559 faðmar.