Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 122
358
ingu, og er sá vegur 14060 faðmar eða rúmar 3V2
míla (3,51 m.), og hefir kostað 4869 kr. 21 a., eða
rúma 34 a. hver faðmur.
b. Suðurhlutann: frá Kerlingu suður á Hofmannaflöt,
og er sá vegur 13400 faðmar, eða rúmar 3V3 mílu
(3,35 m.), og hefir kostað 1412 kr., eða rúmlega
10x/2 a. faðmurinn.
Á norðurhluta vegarins er víða upphækkaður veg-
ur, en suðurhlutinn er að mestu leyti endurbættur með
ruðningum, nema hvað syðsti kafli hans (Jórukleif) er
allur upphækkaður vegur.
Vegagjörðin á norðurhluta vegarins hefir öllverið
framkvæmd með daglaunavinnu, en á suðurhlutanum
eptir samningum um hvern einstakan kafla, og voru þeir
samningar bygðir á áætlun skoðunarmanna, er fóru um
veginn og mældu hann, áður en vegagjörðin byrjaði.
3. Holtavörðulieiðar-ijjallvegur má heita einasti
vegurinn milli Norðurlands og Suðurlands á vetrum, og
annar aðalvegurinn milli þessara landsfjórðunga á sumr-
um. Fjallvegur þessi telst að ná frá Grænumýrartungu í
Hrútafirði suður að Sveinatungu í Norðurárdal. Vega-
gjörðin endar 300 föðmum fyrir ofan Sveinatungu, og er
fjallvegurinn að þessu takmarki alls að lengd 18189
faðmar, eða rúmar 4% míla (4,55 m.). Vegagjörðin hefir
alls kostað 22937^. 62 a., eða hver faðmur að meðal-
tali ikr. 2Óa.
Vegalengdin frá Grænumýrartungu suður að Hæð-
arsteini erÓ29ifaðmar eða rúm 1 '/2 míla, eða tæplega
i4/7 mílu (1,57 m.). Vegalengdin frá Hæðarsteini suð-
ur á enda vegagjörðarinnar skamt fyrir ofan Sveina-
tungu er því 11898 faðmar eða ekki fullar 3 milur
(meir en 29/l0 m. eða nákvæmar 2,97 m.). Vegalengd-
ina frá Hæðarsteini suður að Forna-Hvammi, eðalengd
suðurhluta hins eiginlega heiðarvegar, get eg ekkiná-
kvæmlega tilgreint, en eg ætla, að vegur þessi sé hér