Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 123
• 259
um bil 8000 faðmar eða 2 mílur; eg get með vissu
sagt eptir mælingum þeim, er gjörðar hafa verið, að
hann er meir en 7858 faðmar, eða meir en i 24/25 mílu,
en líkast til er hann lítið eitt yfir 2 mílur. Eptirþessu
er sjálfur heiðarvegurinn frá Grænumýrartungu að
Forna-Hvammi rúmar 3 '/2 míla eðahérumbil 34/7 mílu;
en vegurinn frá Forna-Hvammi ofan undir Sveinatungu
3898 faðmar, eða ekki full míla (hér um bil 32/33 eða
0,97 m.). Á þessum fjallvegi eru 5928 faðmar upp-
hækkaður vegur, og er það nálega þriðjungur af öll-
umveginum. Á sjálfum heiðarveginum eru i20vörður.
Vegabæturnar á þessum fjallvegi hafa verið fram-
kvæmdar með daglaunavinnu.
Auk þeirra 3 íjallvega, sem nú hafa verið taldir,
og sem mega heita fullgjörðir, hefir verið byrjað á
þrem fjallvegum í vesturamtinu: Laxárdalsheiði, Bröttu-
brekku og Haukadalsskarði; og eru búnir talsverðir
kaflar af hinum tveim fyrstnefndu, einkum Bröttu-
brekku, en á Haukadalsskarði hefir að eins verið gjörð
lítil byijun.
Með hinni sömu fjárveitingu, og nú á sér stað, er
vonandi, að fjallvegirnir í landinu, eða að minstakosti
allir þeir fjallvegir, sem fjölfarnir eru, verði að svo
sem 15 árum liðnum komnir í viðunandi ástand, og má
það heita góður árangur af hinum nýju vegalögum;
en vitaskuld er, að öllu fénu ekki verður varið til nýrra
vegagjörða, heldur er nauðsynlegt að verja nokkru til
viðhalds þeirra vega, sem búið er að leggja, undir eins
og þeir fara að skemmast, en þetta getur sumstaðar
komið fljótt fyrir, bæði vegna þess, hvernig landslag-
inu hagar, og vegna missmíða á vegagjörðinni. fará
móti ber eg nokkurn kvíðboga fyrir þvi, að bygða-
vegirnir muni eiga erfitt uppdráttar, með því fyrir-
komulagi sem nú er. Að mínu áliti ætti landsstjórnin
að taka að sér á kostnað landssjóðs alla hina helztu
17*