Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Síða 125
íslenzkar fornsögur,
gefnar út af liinu íslenzka kókmentafMagi.
I. Crlúina- og Ljósretningasaga. Khöfn 1880.
Jíetta er hið fyrsta hepti af sögusafni því, sem félagið
ætlar sér að láta prenta, og verður eigi annað sagt,
en að vel sé á stað farið, og að heptið sé bæði fé-
laginu -og útgefandanum til sóma. Útgefandinn, sti-
pendiarius Arnamagnæanus Guðmundur þorláksson,
er eflaust langfærastur allra hinna yngri íslendinga í
Kaupmannahöfn til þess að gefa út íslenzk fornrit.
Hann er hinn vanasti handritalestri, og um leið mjög
nákvæmur í eptirritum sínum af þeim. þ>etta hvort-
tveggja hefir hann nú haft gott tækifæri til að sýna í
útgáfu þessari. J>að er reyndar eigi hægt að dæma
um það til fulls, hvort handritunum hafi verið ná-
kvætnlega fylgt alls staðar, nema fyrir þá, sem hafa
sjálf handritin við höndina, en nokkuð má þó sjá það
á orðfæri og réttritun, og verður eigi annað af þessu
ráðið, en að útgáfa þessi sé ein af hinum nákvæmustu
söguútgáfum, sem hingað til hafa komið á prent, og
ekki hafa verið prentaðar með böndum og línu fyrir
línu og staf fyrir staf. Útgefandinn hefir haft mikið
vandaverk af hendi að leysa. Á hinum síðari árum
hefir sú stefna æ meir og meir rutt sér til rúms í hinu
íslenzka bókmentafélagi, að laga bókaútgáfur sem
mest eptir þörfum alþýðu. 5>essi alþýðlega stefna fé-
lagsins er lofsverð, en þó má hún að vorri hyggju