Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 127
263
hefir þegar fengið snuprur fyrir það í einu þjóðblaði
voru, að hann hafi látið prenta nokkurn orðamun (!),
og þótti blaðinu útgáfan eigi vera nærri nógu þjóð-
leg. Ef vér aptur á móti ættum að finna nokkuð að
útgáfunni, þá væri það helzt, að útgefandinn hefði
haft of mikið tillit til þess, að útgáfan yrði sem alþýð-
legust. Vér hefðum helzt kosið, að Glúma hefði verið
prentuð stafrétt eptir Möðruvallabók, og hyggjum vér,
að alþýða mundi hafa haft full not bókarinnar fyrir
því. Að því er Ljósvetningasögu snertir, þá er nokk-
uð öðru máli að gegna, þar sem ekkert skinnhandrit
er til af allri sögunni, en þó hefðum vér helzt kjörið,
að skinnbrotin hefði verið prentuð stafrétt það, sem
þau náðu, en hitt svo^fært til vanalegs ritháttar, eða
lagað sem mest eptir stafsetningu skinnbrotanna.
Að því er snertir meðferð handritanna og flokka-
skipun þeirra, erum vér útgefandanum samdóma í öllu
verulegu. Meginmálið á Glúmu er prentað eptir
Möðruvallabók, sem er vel og greinilega lýst í formál-
anum, og er tilfærður orðamunur úr pappírshandritum
allmörgum (12) og Hólaútgáfunni. Útgefandinn hygg-
ur, að öll pappírshandritin séu annaðhvort beinlínis
eða óbeinlínis runnin frá Möðruvallabók, og hefði þá
líklega verið réttara, að skipta þeim eigi í 2 flokka,
heldur í 1 flokk með 2 undirskiptingum. Vér erum
þó í nokkrum vafa um, hvort þau pappírshandrit, sem
útgefandinn heimfærir undir B-flokkinn, í raun réttri
séu runnin frá Möðruvallabók, og höldum, að það se
að minsta kosti varlegra, að skoða þau sem sérstakan
flokk, eins og útg. hefir gjört. Á hinu getur enginn
efi leikið, að öll þau handrit, sem útg. telur til A-
flokks, séu runnin frá Möðruvallabók, og hefði að
vorri hyggju vel mátt sleppa öllum orðamun þeirra,
nema þar sem vafi kann að vera á, hvernig lesa skuli
skinnbókina, eða einhver önnur sérstök ástæða er til.