Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Page 128
264
£>etta var þeim mun óhættara, sem fæst af þessum 6
handritum munu vera beinlínis rituð eptir Möðruvalla-
bók. Útg’. segir, að Aj (ÁM 508 í 40) sé eptirrit af
Möðruvallabók, og mun það rétt, en þó munu þeir
Árni Magnússon og Ásgeir Jónsson, sem hafa ritað
þetta handrit, hafa haft hin pappírshandritin, sem vér
nú höfum, til hliðsjónar, og lagfært handrit sitt eptir
þeim, því að vér getum tilgreint eigi minna en 25
siaði í Glúmu, þar sem öllum pappírshandritum þessa
flokks ber saman hverju við annað, en eigi við skinn-
bókina. þ>etta sýnir og sannar ljóslega, að annaðhvort
hlýtur eitt af þeim að vera frumrit hinna, eða þau eru
öll beinlínis eða óbeinlínis komin frá einu týndu frum-
riti, sem svo hefir verið eptirrit af Möðruvallabók.
Útg. segir, að A3 (ÁM 144 í arkarbroti) sé eptirrit af
A2, og er það bersýnilegt, þegar borinn er saman orða-
munur þeirra handrita, en æskilegt hefði verið að fá
meira skýrt frá skyldugleika hinna handritanna af
þessúm flokki í formálanum. En þó vér nú lítum svo
á, sem það hafi verið óþarfi, að prenta allan orðamun
A-flokksins, þá getum vér þó eigi bundizt þess, að
ljúka lofsorði á samvizkusemi og nákvæmni útgefand-
ans, er hann hefir valið það, sem honum var örðugra,
og líka að öllu samtöldu varlegra — að tilfæra allan
orðamun, því að með þeirri aðferð hefir hann komið
því til leiðar, að vér hinir, sem eigi höfum handritin
sjálf, getum nú sjálfir dæmt um það, hversu mikla eða
litla þýðingu orðamunur þessara handrita hafi. Neð-
anmáls er víða getið orðamunar úr einhverju handriti
eða útgáfu, sem C er nefnt, en útg. hefir eigi gætt að
geta þess 1 formálanum, hvað það sé, sem hann kall-
ar C; væri æskilegt, að hann gjörði grein fyrir því,
annaðhvort í „Tímariti bókmentafélagsins11 eða á ein-
hveijum öðrum stað. Aptan við söguna hefir útg.
látið prenta í fyrsta sinni brot af tveim skinnhandrit-