Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Síða 130
266
hitt er glatað. Báðum þessum handritum hefir útg. lýst
vel og vandlega í formálanum. Hvergi verða handrit
þessi samferða í sögunni, því að það, sem til er í öðru
þeirra, vantar alls staðar í hitt, en ef menn bera A sam-
an við pappírshandritin, sem eru runnin frá C, þá má
sjá, að þau hafa verið mjög ósamkynja og ólík hvort
öðru víðast hvar, að því er snertir meðferð efnisins.
þ>að hefði því að vorri hyggju verið réttast, að prenta
söguna stafrétt eptir C, það sem þetta handrit náði,
með orðamun úr pappírshandritunum til þess að sjá
afstöðu þeirra við frumhandritið, en prenta meginmál
sögunnar að öðru leyti eptir pappfrshandritunum með
stöðugri hliðsjón af A, þar sem það varð haft til sam-
anburðar, og hafa réttritun sem líkasta stafsetningunni
á C, en A hefði þá átt að prenta sér í lagi stafrétt
sem viðauka á eptir. Utg. hefir líka sjálfur fundið,
að þetta hefði verið réttasta aðferðin, eins og sjá má
á formálanum (bls. XXII l3—15), en af því að útgáfan
var „fyrst og fremst fyrir alþýðu“ (sbr. formálann bls.
VII 12~13), ogbókin með þessu móti hefði vaxið nokk-
uð, þá hefir hann lægt seglin, og látið prenta byrjun
sögunnar (kap. I—IV21) eptir A, en með orðamun úr
pappírshandritunum ; þá hefir hann prentað eptir papp-
írshandritunum einum (kap. IV21—V52), síðan eptir C
með orðamun úr pappírshandritunum (kap.V52—Vll43),
þá eptir pappfrshandritunum einum (kap. VII48—XI49),
þá aptur eptir C með orðamun úr pappírshandritunum
(kap. XI49-XIIIe8), síðan eptir pappirshandritunum einum
(kap. XIIIe8—XVIII), því næst eptir A með orðamun
úr pappfrshandritunum (kap. XIX—XXI79), þá eptir
pappirshandritunum einum (kap. XXI79—XXIV198), þá
enn eptir C með orðamun úr pappírshandritunum (kap.
ur vfðar fyrir (sbr. orðb. Guðbrands), en „vararskinnsólpa“ eigi nema
hér í pappirshandritunum.