Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Side 132
268
nokkru lengri í A, sem líklegt er, mætti gjöra það 6
blaðsíður, og þyrfti þá ekki að vanta meira í hand-
ritið en þau 3 blöð, og kæmi það heim við skoðun
útgefandans, að Reykdælaþáttinn hefði líka vantað í
A. En ef 8 blaðsíður vantaði alls í hdr., þá hefir hdr.
sjálfsagt haft annaðhvort Sörlaþáttinn eða Reykdæla-
þáttinn, en Vöðubrandsþátturinn mundi verða of lang-
ur, nema A hefði haft hann miklu styttri. f>að væri
eigi óhugsandi, að einhverjir af þessum þáttum hefði
staðið framar í skinnbókinni, og verið skotið inn í ein-
hverja aðra sögu en Ljósvetningas.; þannig mætti geta
þess til, að Reykdælaþættinum hefði verið skotið inn
í Reykdælu, sem víst er að hefir staðið í A, og að
ritarinn hafi af þeirri ástæðu slept honum úr Ljós-
vetningasögu, og líkt gæti staðið á um hina þættina.
í viðauka fyrir aptan söguna hefir útg. látið prenta
stafrétt þá kafla úr A, sem hann eigi gat haft til sam-
anburðar við útgáfuna, vegna þess að þeir voru svo
ólikir C-handritunum að efninu til. Virðist það alt
vera gjört með mikilli nákvæmni og vandvirkni, og
höfum vjer ekkert þar við að athuga, nema það, að
vér hefðum helzt kosið, að öll brotin af A hefðu ver-
ið prentuð hér á sama hátt. f»á kemur í öðrum við-
auka endir Guðmundarsögu eptir pappírshandritinu B
(ÁM. 514 i 40). í þriðja viðauka hefir útg. sannað,
að vísa ein i Grettlu sje um forfinn Arnórsson úr
Reykjahlíð, en eigi um þorbjörn yxnamegin Arnórs-
son, eins og menn áður hafa haldið. J>á tekur við
nafnatal í báðum sögunum, sem stud. philol. Finnur
Jónsson hefir samið, og virðist hann hafa leyst það
verk vel af hendi. þ>ó getum vér eigi bundizt þess,
að taka það fram, að æskilegt hefði verið, að önnur
eins nöfn og Lögberg hefðu verið tekin í nafnatalið,
þó að þetta orð sje skrifað með litlum staf i útgáfunni;
það má að minnsta kosti alt eins vel skoða það sem