Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Page 133
269
örnefni, eins og orðið Fangabrekka, sem þó er tilgreint
í registrinu. Ymsa ónákvæmni má og finna. þannig
er ritað „Fiskilækjarhverfi“ f. Fiskilœkjarhverfi, „Rauði-
lækr“ f. Rauðilœkr, „Ærlækr“ f. Ærlœkr; eins er á
opt haft fyrir at á undan bæjanöfnum, t. a. m. (Eyjólfr
Viðarsson) „á Gnúpum“ f. at Gnúpum, (Forni) „á f>ver-
á“ f. at þverá, (Guðrún) „á Bægisá" f. at Bægisá o. s.
frv., en það getur verið, að höf. nafnatalsins hafi hér
með ásettu ráði fylgt nýju máli. Af ógáti hefir mis-
prentazt „Eirikr Hundasteinarssonar“ f. Eiríkr Hunda-
steinarsson, og „Eyjólfr inn halti, Guðmundarsonar" f.
Eyjólýr inn halti, Guðmundarson. Auðun er réttari
mynd en „Auðunn“, og svo (o: „Auðun“) ritar dr.
Jón þ»orkelsson í Gunnlaugs sögu ormstungu. Hann
hefir og bent mér á, að „Krœklingahlíð“ væri rangt
og ætti að vera Kræklingahlíð, því að fyrri hluti orðs-
ins er kominn af kráka (sjá Ldn. III, 15, 219. bls.),
sömuleiðis að „Skúta“ (bær í Eyjafirði) mundi eiga að
vera Skútar, því að svo er bærinn nefndur enn i dag,
og að á bls. 2Óo9 í útgáfunni eigi að lesa aa Skutum
f. „aa Skutu“. En að öllu samtöldu er nafnatalið vel
samið, og allar þær tilvitnanir, sem vér höfum prófað,
réttar, og það er það sem mest á ríður.
Björn Magnússon Ólsen.