Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Page 135
271
og ást með dugnað arðsaman,
óskin sú heil er mín.
Alt þar til æfin dvín
verði’ honum hjú sem var hann mér æ sjálfur.
Miðfjarðarhölda hrœðusveit
jeg heyri nefna víst;
en góðra hræða víst jeg veit
að verður Magnús sízt;
en ekkert ilt mér lízt,
þó fúlmenna og fanta verði’ hann hræða.
Miðfjarðar bið jeg vættir vel
þeim vaska taki svein!
Hjúskap og búskap hýrt með þel
hans reki frá öll mein,
og hjálpi hver og ein,
að búi’’ hann sem á Bjargi Hærulangur.
Athugagrein: þetta kvæði er hér prentað orð-
rétt með óbreyttri fyrirsögn eptir eiginhandarriti Bjarna
Thórarensens. Runólfur Magnús Olsen var skrifari
Bjarna árin 1834 til 1837, kvongaðist 26. júní 1838 og
setti þá bú að Efranúpi í Miðfirði.
Smávegis.
„Mest“ eða „melt“?
Einn af hinum áhrifamestu stöðum í Heiðarvíga sögu er
þar, sem segir frá brottbúningi Barða og bræðra hans í suður-
förina, og þuríður, móðir Barða, leggftr á borð fyrir þá yxnis-
bóginn brytjaðan í þrent; Steingrímur sonur hennar furðar
sig á þessu, en þuríður svarar: »ekki er þetta furða nein, ok
máttu þetta eigi undrast, fyrir því at stœrra var Hallr bróðir
yðarr brytjaðr ok heyrða ek yðr eigi þess geta, at þat væri