Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 2
2
drepið á, hvílik nauðsyn það er fyrir plönturnar að
hafa sjerstakt vetrargerfi, er hlífi þeim í vetrarstorm-
unum og frostinu. Aður en lengra er farið skal lýst
að nokkru, hver áhrif stormar og frost hafa á plönt-
urnar, og skal þess jafnframt getið, að í þessari rit-
gjörð er sjerstaklega átt við gróðrarríki hinna kald-
ari landa — Islands og heimsskautalandanna nvrðri.
Stormar. Stormar eru mjög tíðir á vetrinn. A
Islandi eru norðan- og landnorðanstormarnir hinir
skaðlegustu. Loftið í hinum kaldari löndum er venju-
lega mjög þurt að vetrinum. Stormarnir eru loft-
straumar, er fara um landið með miklum hraða.
Þur loftstraumur sýgur í sig raka á því svæði, er
hann fer um eða hefur, með öðrum orðum, þurkandi
áhrif. Hin skaðlegu áhrif vetrarstormanna á plönt-
urnar eru því þau, að vökvar þeirra þorna upp
smámsaman og sjeu stormarnir langvinnir og ákafir
deyja þær að lokum af þurki. Þar sem stöðugt
snjólag hvílir á jörð allan veturinn gætir auðvitað
ekki áhrifa stormanna. Þar sem ákafir stormar
geysa oft á vetrinn er gróður á snjóberu svæði í
mikilli hættu staddur. I suraum hinna kaldari landa
er álitið að hæð skóganna svari til dýptar snjólags-
ins á vetrinn og að hinar ungu greinar, er standa
upp úr snjónum þorni upp og deyi sökum áhrita
stormanna. Auk þeirra áhrifa stormanna, er nú
hafa verið nefnd, má geta þess, að þeir brjóta
oft greinar plantnanna, en hvað gróðurinn í heild
sinni snertir hefur það miklu minni þýðingu. Enn-
fremur skal það tekið fram, að það eru vindarnir,
er orsaka að mestu leyti, hvernig landið leggur
undir snjó, auðvitað er slíkt og að miklu leyti kom-
ið undir því, hverja lögun yfirborð landsins hefur.
Frostið. Áður en getið verður áhrifa frostsins