Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 145
145
Sturluson og Þórður kakali Sighvatsson. Sama ár
komu utanstefnur til goðorðsmanna frá Hákoni kon-
ungi, Skúla hertoga og Sigurði erkibiskupi. Jón
Sigurðsson hefur ætlað,1 að höfðingjar þessir hafi
farið utan sökum utanstefnu þeirra konungs, en það
hefur þó eigi verið rjett, að því er Þorleif Þórðar-
son og Olaf hvítaskáld snertir, því utanför þeirra
var ráðin í Bæ, þegar eptir bardagann. Þess er
eigi getið, hvers vegna Snorri og Þórður kakali fóru
utan, og eigi er það heldur kunnugt hve snemma
sumars utanstefna þeirra konungs kom til Islands;
er eigi ólíklegt, að Snorri hafi verið farinn að hugsa
til utanferðar áður en utanstefnan kom, og að yfir
gangur Sturlu Sighvatssonar hafi beinlinis valdið
utanför haus, en eigi stefna konungs.2 Að vísu
skiptir þetta minnstu, því að hvorttveggja kemur í
sama stað niður. Ofriður Sturlu var og sprottinn af
ráðum konungs, en það er þó fróðlegt jafnan að
taka eptir því, hvernig íslendingar tóku utanstefn-
um Noregshöfðingja. Þórarinn Jónsson, sonur Jóns
1) Dipl. 427.
2) P. A. Munch IV. 926, aths. 2, getur þess, að annálar (Kon-
ungsann.) kalli Skúla jarl er þeir nefni utanstefnu þessa og telur
það sönnun fyrir því, að stefnan hafi verið gefin svo snemma út
á árinu 1237, áður en Skúli var gerður hertogi, og að höfðingj-
arnir hafi farið utan eptir stefnunni. En þetta er engin sönnun,
því Konungsannáll segir að Skúli hafi verið gerður hertogi 1238,
og er eigi svo mikið að marka hvernig annálaritarar um 1300
titla Skúla. Eigi heldur eru söguritin nákvæm i þessu atriði, því
höfundar þeirra hafa talið það skipta minnstu, hvort þeir nefndu
Skúla jarl eða hertoga. Það villtist enginn á þvi við hvern var
átt, hvoru tignarnafninu sem hann var nefndur. Þannig er Skúli
kallaður hertogi í Sturl. I. 317—18, og í (juðm. s. g. I, 555 árið
1233, eða 4 árum áður en hann varð hertogi.
10