Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 189
Frú Júlía og Málfríður drotning dönsk
Við gulltaflið seztar eru;
A gólflnu vappar lítið barn
Og leikur að epli og peru.
A gólfinu vappar hið væna barn
Og leikur að epli og blómi;
Þá Axel Þórðarson inn gekk í sal,
Hann ætlar suður að Rómi.
Þeim frúm og meyjum hann heilsa réð
Með riddara prýði og snilli;
Hann elskaði í kyrð þá eðalmey,
En hætt er að lukkan því spilli.
Þá litlu brúð hann hóf sér á arm
Og færði að vanga sin:
»Guð gæfi þú værir vaxin mey,
Þá yrðir þú unnusta mín«.
margprentað sérstakt í »skildings« útgáfum. Eptir að það var
þýtt á sænsku var gengi þess i Svíaríki engu minna en i Dan-
mörk, ef nokkuð var, enda meira. Líkt er að segja um viðtökur
þess i Noregi og æxluðust þar í landi munnmæli út af kvæðinu,
ei siðan kafa haldist, um það, hvar Axel væri grafinn, i hvaða
klaustri Valhorg hefði orðið nunna og þar fram eftir götum, (sbr.
P. A. Munch, Saml. Afhandlinger, IV. b., bls. 1—9). Mun það
ekkert ofhermt sem W. C. Grrimm segir, að ekkert kappakvæðanna
hafi öld eftir öld haft aðra eins úthreiðslu um alla Skandínafíu,
eins og og þetta (Altdanische Heldenlieder bls. 5S8). Hefir það
jafnan þótt afhragð, sakir skildlegrar fegurðar og áhrifamikillar
lýsingar á aldarhættinum. Það töfrar fram fyrir oss eins og i
skuggsjá hið »rómantiska« ástalif miðaldanna i sínum hugsjónar-
lega hreinleik, en hinsvegar ofurvaid klerkdómsins og hleypidóma
kirkjunnar i hinum rómversk-kaþólska sið, og lætur oss sjá við-
burðina, sem það greinir frá, svo skýrt sem gerðust þeir fyrir
augum vorum. C. Rosenberg (Nordboernes Aandsliv, 2. h. bls. 561,
shr.bls. 531) tekur það fram yfir öll önnur riddara,kvæði og Al. Pri-