Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 118
118
1211). En Guðmundur biskup var fyrri veturinn í
Reykholti með Snorra Sturlusyni eu hinn siðari að
Stað í Steingrimsfirði; þá hann ekki heimboð af
Páli biskupi, þvi hann var honum reiður og þótti
hann eigi veita sjer fylgi, enda þótt erkibiskup hefði
beðið hann þess. Vildi Páll biskup stilla til friðar
og bað Guðmund eptir fall Kolbeins að lægja vand-
ræðin, en fyrir það kvað hann Pál vera vinhallan
undir höfðingja.1
Þau tíðindi fóru nú til Þóris Guðmundssonar,
er þá var erkibiskup i Niðarósi (1207—1214), að
Guðmundur biskup væri rekinn af stóli, enda raátti
erkibiskup spyrja minni tíðindi af íslandi en þessi.
Erkibiskupi þótti nú gild ástæða tilfþess að skerast
í leikinn, sera von var frá hans sjónarmiði. Fyrir
því sendi hann 1211 áminningarbrjef Arnóri Tuma-
syni, Sigurði Ormssyni, Þorvaldi Gissurarsyni, Jóni
Sigmundarsyni, Halli Kleppjárnssyni og Snorra
Sturlusyni; bauð hann þeim og Guðmundi biskupi
að sækja á sinn fund. Getur hann þess, að hjeðan
spyrjist hörmulegur grimmleikur og fátíður, guði og
öllum guðslögum gagnstæðilegur, er Guðmundi bisk-
upi er veittur, ef svo er vöxtur á, er margir segja,
að ólærðir menn hafi hann fyrirdæmdan, »þar sem
enginn maðr á dóm á honum nema páfinn og vér
af páfa hendi«, og hann nú settur af sínu biskups-
ríki, Kveðst hann hafa freistað að slökkva mein
þessi með orðsendingum, en það hafi komið fyrir
ekki, og valdi því trúleysi raanna, ofskap og þrá-
lyndi þeirra er í öllu þrályndast. En þá er hann
leiti við að rannsaka, hvaðan þessar sakir rísa, eða
hverjir með kappi leiti ti), heldur að æsa þessi
1) Páls s. Bps. I, 141—2.