Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 30
30
kosið sér; að náraið yrði gert þeim erfiðara enn það
þyrfti að vera; að þeim er gert það ómögulegt, að
kenna þau eins og mentaðir menn kenna þau. Eg
veit mjög vel af eigin reynslu, hvað eg fer í þessu
efni. — Það er vonaudi, að gáfaðir unglingar og
feðr þeirra taki sig saman og hefi alvarleg mótmæli
gegn þeim tilraunum, sem nú er verið að gera, til
að einangra í vankunnáttu og mentunarleysi lands-
ins ef'nilegustu börn og setja þau fyrst og fremst á
bekk með tossum og slæpingum og síðan að gera
Skrælingja-sýningu úr öllum hópnum.
Mikið er úr því gert, að íslendingar verði að
læra fleiri mál enn aðrar þjóðir; þetta sé svo mikil
áreynsla fvrir þá, að það sé einsætt, að létta af
þeim gömlu málunum. Aukamálin eru islenzka og
danska, bæði auðlærð mál fyrir íslendinga, þegar
ekki er farið lengra út i hljóðfræðis-lög þeirra enn
gera þarf í undirbúningsskóla. Að gera þann úlf-
alda úr þessarri mýflugu sem sumir gera, er, ‘að
finna sér eitthvað til’, með öðrum orðum að gefa
það glöggt í skyn að manni sé ekki alvara: enn fari
með ódælt vit er hann á annars brjóstum í.
Meðal annars er skólanum fundið það til foráttu,
að piltar kunni ekki að skrifa dönsku þá er þeir
fara úr honum. Til hvers eiga þeir allir eiginlega
aðkunnaað skrifa dönsku þá? Hið eina, sem þorriþeirra
skrifar, eru bréf til kunningja og ástvina. Eiga þeir þá
að gerast danskir rithöfundar, fara að skrifa bréf sín á
dönsku hinum góðu mæðrum sínum, presta frúm og
og bænda kouum upp í sveit? Meiri hluti þeirra,
sem útskrifast, þarf aldrei að skrifa danskt orð frá
útskrifun úr skóla til útskrifunar úr lífinu. Enn ekki
er því að neita, að þeir, sem langar til að vera að
skrifa dönsku, eftir að þeir fara úr skóla, enn ekki