Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 222
333
sína við þig, en’svara þú aptur o" seg, að þú fyr-
irgefir honum og árnir allra heilla honum og kaup-
skap hans. Vil ejí að þú trúir því, að eptir þvi
sem hann er farsælli muni þér sjálfum betur vegna.
Skyldi kaupmaðurinn æskja einhverra upplýsinga,
þá visa þú honum til víharam (klaustursins), og
mun eg vera þar kominn og veita honum þá úr-
lausn málanna, er hann mætti þarfnast«.
Viðskiptin i Benares.
Að hrjóða markaði, eða að kaupa upp allan
nauðsynjavarning í einu, er einginn nútíma-grikkur.
í Gamlatestamentinu stendur frásaga um Jósef, He-
brea-sveininn, er varð ráðgjafi kouungsins (Faraós).
Tókst honum að vinna hið mikla kænskubragð, að
kaupa upp kornforða Egyptalands, og neyða lýðinn
til að láta aleigu sína og selja í hendur konungi,
og þar á ofan réttindi sin, og jafnvel lffið sjálft.
Einnig má lesa í bók, er heitir Jakata Tales, að
einn af féhirðum konungsins í Kasí — svo nefndist
Baranasi á fyrstu tímum — hafi orðið hinn mesti
auðkýfingur með þeim hætti, að hann svældi undir
sig alt korn á sölutorgi borgarinnar þann sama
dag sem þangað bar að hrossakaupmann nokkurn,
er hafði með sér fimm hundruð hesta.
Þegar Pandú kom til Baranasi, stóð svo á að
gróðamaður nokkur hafði gjört hið versta sukk þar á
söiutorginu. Víxlari einn og vinur Pandús, sá er Malika
hét, flugrikur maður, hatði þar lent í ljótum kröggum.
Þessi víxlari mætti gimsteinamanninum nýkomnum,
heilsaði honutn og mælti: »Það er úti um mig, vinur
minn, utan eg fái óðara keypt fullt hlass af beztu hris
grjónum handa konungsins borði. Eg á hér sem sé í
höggi við illan keppinaut; hefur sá frétt. að féhirðir