Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 35
35
Snerama byrjuð og vönduð kensla í forntungun-
ura og maþematík er sú kensla er Islendingum ríð-
ur mest á til þess, að vernda almenna mentun í
landi svo, að mentuðum þjóðum þyki til koma. Það
er skylda fulltrúa íslands að leggja þar á alhuga
að nám í þessum fræðigreinum stígi enn hærra enn
það stendur nú, svo að hinir mörgu gáfuðu synir
hinnar gáfuðu þjóðar eigi kost á því, í fjörugri æsku,
að ná þeim andlega dug sem er fæðingarréttr
þeirra, og að gera garðinn frægan meðal siðaðra
þjóða. Að færa þjóðmentun sína upp á við. er ein-
kenni þeirra þjóða, sem finna til þess, að fyrirþeim
liggi þjóðlegt langlífi; að færa hana niðr á við, og
það svo dreplega eins og forntungnafjendr vorir fara
fram á, er, fyrir minni vitund, að minsta kosti, að
eins tilkynning um það, að menn nenni nú ekki að
lifa lengr, það sé alt of mikil áreynsla. Enn er
hin íslenzka þjóð þess viðbúin að deyja þannig út
af í slæpings- og skrælingjaskaparins ó-Helgafell?
Eg hefði getað skilið það, að menn kæmu fram
með uppástungur til þess að bæta úr hinni brýnu þörf
sem landið er í fyrir skóla í náttúruvísindum og
verklegum (techniskum) mentum. Slíkan skóla
nefna þeir ekki, sem forntungunum vilja fleygja
fyrir borð. Þeir vilja skifta upp tímanum, sem nú
er varið til forntungna náms, milli þessara fræða
og nyju málanna. Sjá það ekki allir skynjandi
menn að, þó að allr tíminn, sem nú gengur til forn-
tungna-kenslu væri gefinn nýju málunum og nátt-
úru- og verklegum vísindum, sem náttúrlega liðast
i sundur í fjölda sérstæðra námsgreina, þá yrði tíma-
ábati hverrar námsgreinar fyrir sig sem nú er
kend svo lítill, og tíminn sem lagður yrði til hinna
nýju námsgreina svo hjákátlega smávaxinn, að niðr-
3*