Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 190
190
Því svarar hans yngsta systirin prúð,
í gullfögur búin klæði:
»Þó fædd hún væri og fóstruð í nótt,
Þið njótist samt aldrei bæði«.
En meyjar móðir kvað viturlegt orð,
Né vildi satt mál fella:
»Þið eruð hvort öðru alt of' skyld,
Þó jafnræði væri það ella«.
Hann fingurgull sér dró af hönd,
Kvað meyjan að því skyldi leika;
Sú gjöf átti síðar að færa sorg
Og tár yfir vanga bleika.
or (Ancient Danish Baliads II. b., bls 248), fer nm það þessum
orðum: »Að hinu skáldlega gildi alveg sleptu er kvæðið í mesta
máta fróðlegt svo sem málverk tilfinninga og hleypidóma aldar-
innar, en að hjartnæmi, hispurslausum fínleik tilfinninga og
»dramatiskri« útmálun er trauðlega nokkurt þjóðsögu-(dans) kvæði,
hvort heldur á dönsku eða öðru máli, sem komist í samjöfnuð við
það«. Johannes Scherr (Bildersaal der Weltliteratur, 3. b., bls.194)
telur það fegurst allra kvæða af fyrnefndu tægi á Norðurlöndum
og tekur enn dýpra í árinni, er hann bætir við: »og að mínu áliti
er það, að öllu samantöldu, mætasta perlan í skandínafiskum
skáldskap«; sýnir það hvað honum hefir fundist til, þó ekki sé
laust við að öfga kenni i þessum dómi hans XJt af þessu Axels
og Y^lborgarkvæði, sem sjálft er eins og annarljóðsögulegur sorg-
arleikur, orti Oehlenschláger, þjóðskáld Dana, hina fögru og frægu
»tragedíu« sína, »Axel og Yalhorg« (1808) og hefir hann í öllu
verulegu fylgt kvæðinu, nema hvað hann lætur Yalborg deyja af
harmi við fall Axels, en ekki ganga i klaustur.
Ekki hefir kvæði þetta áður verið þýtt á vora tungu svo
mér sé kunnugt. Að þvi er snertir lagið við það, skal hér vísað
til »Berggreens Sange til Skolehrug« (nr. 20 í 10. hefti); lagið
við kvæðið um Hagbarð og Signýju (prentað í 18. árg. þessa
rits hls. 113—133) er og í sama heftinu (nr. 9).