Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 113
113
undan láta, báðu þeir, sem voru beggja vinir, bisk-
up leggja af sínu máli, og öll alþýða dró það sama
»sakir forns úvana«, segir í sögu Þorláks biskups.
Að lokum vægði biskup að sinni, og vigði kirkjuna
og söng messu þennan dag, þvi hann sá, að hann
mundi eigi fá máli sínu framgengt við Jón Lopts-
son, og að mikinn skaða á marga vegu gæti af því
leitt, ef hann beitti of miklu kappi. Var það lofs-
vert af Þorláki biskupi, að hann vildi heldur vægja
en eiga það á hættu að vekja hina mestu sundrung
og ófrið i landinu; og var hann þó trúmaður mik-
ill og ákatur forvígismaður kirkjuvaldsins. Hins
vegar gerði hann sjer von um það, að kirkjan með
fulltingi erkibiskups myndi siðar ná rjettindum þeim
sem honum fannst hún eiga, en sú von brást, því
Eysteinn erkibiskup varð landffæmdur fyrir kirkju-
mál 1180, og fjekk enga hjálp veitt. En er menn
sáu, að biskup varð að vægja fyrir Jóni, þá gjörðu
allir aðrir að dæmi hans, og vildu eigi gefa kirkj-
<ur í vald biskups, og tjell því mál þetta niður um
hans daga1.
Af þvi, sem hjer er sagt, má sjá hversu kirkju-
valdið hafði magnazt rjett við hliðina á oss, í Nor-
«gi, og hversu afskiptasamir erkibiskuparnir fóru að
verða um andleg mál á íslandi. Og eigi nóg
með það, heldur var nú eins og Island flytt-
ist nær páfaveldinu sjálfu i Róm. Erkibiskup-
inn í Niðarósi gat betur en erkibiskupinn í Brimum
og Lundi skýrt páfa frá hag kirkjunnar og kristi-
legu llfi manna á íslandi. í lok 12. aldar sendi líka
Innocentius páfi hinn þriðji umvöndunarbrjef til Is-
lands, bæði til biskupa og kennimanna, og einnig
1) Þorl. s. Bps. I, 275, 280—84.
8