Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 115
115
fer, að komast hjá því að lúta valdi því, sem ríkir
yfirdrottnendur hafa, ef menn eru þeim að einhverju
leyti háðir.
Auk þessa hlaut kirkjan að vinna smátt og
smátt marga menn meðal almennings, þvi hún veitti
þeim vernd og hjálp, sem vesalir voru, og gaf fá-
tæklingum ölmusur.
Ef erkibiskupi tækist að taka af höfðingjunum
kirkjur og kirknafje, dómsvald yfir kennimönnum
og löggjafarvald í kirkjumálum, þá var það eins og
eignum þeirra og yfirráðum væri skipt í tvennt, og
annar helmingurinn væri af þeim tekinn. Höfðingj-
arnir hlutu því að verja rjettindi sín sem bezt þeir
gátu, en við því voru þeir eigi vel búnir, því bæði
var fæstum þeirra fvllilega Ijóst, hvilík hætta vofði
yfir ríki þeirra eða valdi, og svo tók goðorðaskip-
unin, grundvöllurinn undir stjórnarskipun landsins,
að raskast, og sundrung og ófriður að kvikna á
milli höfðingjanna sjálfra í sumum hjeruðum lands-
ins. Bar einkum á því á Vesturlandi og átti Sturla
Þórðarson mestan þátt i þvi. Síðar kom upp fjand-
skapur mikill meðal manna norður í Eyjafjarðar-
sýslu, en Jón Loptsson var friðsemdarmaður og beitti
valdi sinu, vinsældum og trausti til þess að sætta
menn á meðan til vannst, en hann andaðist 1197.
III. Deilur fíuðmundar bisJeups Arasonar við höfðingja
1206—1218. Utanstefna Þóris erlúbiskups 1211.
Skömmu eptir að Guðmundur Arason var sezt-
ur að biskupsstóli á Hólum 1203, hófust deilur að
nýju 'milli biskups og höfðingja, en þær urðu nú
bæði langvinnari og hættulegri en á dögum Þorláks
biskups, enda var Guðmundur biskup bæði einþykk-
8*