Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 144
144
sá að Sturla var áræðinn og drottnunargjarn og
»spurði, ef hann vildi við taka að flytja það naál.
Hann kvaðst mundu til hætta með konungs forsjá,
og eiga slíkra sæmda von af konungi, ef hann kæmi
þessu fram, sem honum þætti verðugt. Konungur
bað hann eigi manndrápum vinna landið, en bað
hann taka menn og færa utan eða fá riki þeirra
með nokkuru móti.« Þannig segir Sturla Þórðarson
í Hákonar sögu frá fjörráðum þeim við frelsi Is-
lands, sem konungur lagði. Mildi Hákonar konungs
var meiri í orði en á borði, því þótt hann ljeti ekki
sjálfur drepa þá menn, sem komu á vald hans, þá
horfði hann eigi í að láta menn sina drepa þá, ef
honum þótti þess þörf, og það vildi einhvernveginn
svo til að helztu mófstöðumenn hans voru drepnir,
en þeir sem vígin unnu voru vildarmenn hans meiri
eptir en áður.1 2 En þá menn, sem Sturla ljet fara
utan, ætlaði konungur að halda í gislingu og sjá
um, að þeir fengju enga mótstöðu veitt á Islandi.*
Sturla kom til íslauds haustið 1235, og í marz-
mánuði næsta ár fór hann og faðir hans með her-
liði á hendur Snorra Sturlusyni, af því Urækja son-
ur hans hafði gert þingmönnum Sturlu mikinn ó-
skunda á meðan hann var erlendis. Snorri fór und-
an suður á land, en Urækja varð að lokum að fara
utan með ráði Magnúsar biskups (1236), og eptir
bardagann í Bæ, fyrstu stórorustuna á Sturlungaöld-
inni, 28. apríl 1237, neyddi Sturla Þorleif Þórðarson,
Olaf hvitaskáld Þórðarson og enn fleiri, þá er þar
voru, einnig til þess að fara utan. Þeir ljetu í hat
frá Eyrum um sumarið og með þeim fór Snorri
1) Jón Sigurðsson, Dipl. I, 604.
2) Fms. IX, 435, Eirsp. 341-42; Fris 483-84; Flat. III
109—10.